Rúnar Már: Þetta verða nokkrar vikur hjá mér Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 11. október 2019 22:22 Rúnar í baráttunni við Kingsley Coman í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Okkur leið vel í hálfleik og fannst við vera með þá nokkurn veginn í skipulaginu varnarlega eins og við vildum. Sóknarlega hefðum við getað verið beittari, það vantaði stundum uppá síðustu sendinguna eða fyrirgjafirnar. Það er svekkjandi að tapa þessu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Vísi eftir leikinn gegn Frökkum í kvöld. Sigurmark Frakka kom úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og voru íslensku leikmennirnir ekki par sáttir með þann dóm. „Ég var þarna ofan í þessu. Ég veit ekki hvort Ari sparkaði í boltann á milli en það var einhver snerting allavega, svo tekur hann 2-3 skref og dettur niður. Þið verðið eiginlega að segja mér hvort þetta hafi verið víti eða ekki en mér fannst dómarinn heilt yfir sýna þeim allt of mikla virðingu.“ „Öll 50/50 návígi duttu með þeim og mikið af ódýrum aukaspyrnum.“ Rúnar Már fór meiddur af velli í kvöld og hélt um lærið. Ísland mætir Andorra á mánudag og verður Rúnar ekki með í þeim leik. „Þetta var tognun, ég verð ekki klár á mánudag. Þetta verða nokkrar vikur hjá mér,“ bætti hann við. Rúnar býst við allt öðruvísi leik gegn Andorra á mánudag. „Við verðum mikið með boltann og það væri fínt að skora snemma svo við verðum aðeins afslappaðri. Þeir unnu í kvöld og eru búnir að vera sterkir í síðustu leikjum þannig að þetta verður ekki auðvelt.“ „Við þurfum að mæta eins og menn og klára þetta. Staðan í riðlinum er þannig að við þurfum að vinna okkar leiki. Við vonum að Frakkarnir klári sitt og við þurfum að gera okkar. Við erum með bakið upp við vegg og erum sjaldan betri en þegar allt er undir. Við þurfum að vinna rest og ég er bjartsýnn á að við gerum það. Við höfum farið til Tyrklands og spilað góða leiki en við þurfum að byrja að vinna á mánudaginn,“ sagði Rúnar að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Giroud: Hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin Oliver Giroud, leikmaður Chelsea, lék í framlínu franska liðsins í kvöld og háði harða baráttu við Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í vörn íslenska liðsins. Hann sagði íslenska liðið hafa gert Frökkum erfitt fyrir í leiknum. 11. október 2019 22:12 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Kári: Að sjálfsögðu gefur Ítali nágrönnum sínum víti Kári Árnason sagði íslenska liðið hafa átt skilið stig út úr leiknum við Frakka í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2019 21:37 Kolbeinn: Vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Ísland er liðið tapaði 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld. 11. október 2019 21:05 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
„Okkur leið vel í hálfleik og fannst við vera með þá nokkurn veginn í skipulaginu varnarlega eins og við vildum. Sóknarlega hefðum við getað verið beittari, það vantaði stundum uppá síðustu sendinguna eða fyrirgjafirnar. Það er svekkjandi að tapa þessu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Vísi eftir leikinn gegn Frökkum í kvöld. Sigurmark Frakka kom úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og voru íslensku leikmennirnir ekki par sáttir með þann dóm. „Ég var þarna ofan í þessu. Ég veit ekki hvort Ari sparkaði í boltann á milli en það var einhver snerting allavega, svo tekur hann 2-3 skref og dettur niður. Þið verðið eiginlega að segja mér hvort þetta hafi verið víti eða ekki en mér fannst dómarinn heilt yfir sýna þeim allt of mikla virðingu.“ „Öll 50/50 návígi duttu með þeim og mikið af ódýrum aukaspyrnum.“ Rúnar Már fór meiddur af velli í kvöld og hélt um lærið. Ísland mætir Andorra á mánudag og verður Rúnar ekki með í þeim leik. „Þetta var tognun, ég verð ekki klár á mánudag. Þetta verða nokkrar vikur hjá mér,“ bætti hann við. Rúnar býst við allt öðruvísi leik gegn Andorra á mánudag. „Við verðum mikið með boltann og það væri fínt að skora snemma svo við verðum aðeins afslappaðri. Þeir unnu í kvöld og eru búnir að vera sterkir í síðustu leikjum þannig að þetta verður ekki auðvelt.“ „Við þurfum að mæta eins og menn og klára þetta. Staðan í riðlinum er þannig að við þurfum að vinna okkar leiki. Við vonum að Frakkarnir klári sitt og við þurfum að gera okkar. Við erum með bakið upp við vegg og erum sjaldan betri en þegar allt er undir. Við þurfum að vinna rest og ég er bjartsýnn á að við gerum það. Við höfum farið til Tyrklands og spilað góða leiki en við þurfum að byrja að vinna á mánudaginn,“ sagði Rúnar að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Giroud: Hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin Oliver Giroud, leikmaður Chelsea, lék í framlínu franska liðsins í kvöld og háði harða baráttu við Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í vörn íslenska liðsins. Hann sagði íslenska liðið hafa gert Frökkum erfitt fyrir í leiknum. 11. október 2019 22:12 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Kári: Að sjálfsögðu gefur Ítali nágrönnum sínum víti Kári Árnason sagði íslenska liðið hafa átt skilið stig út úr leiknum við Frakka í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2019 21:37 Kolbeinn: Vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Ísland er liðið tapaði 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld. 11. október 2019 21:05 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Sjá meira
Giroud: Hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin Oliver Giroud, leikmaður Chelsea, lék í framlínu franska liðsins í kvöld og háði harða baráttu við Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í vörn íslenska liðsins. Hann sagði íslenska liðið hafa gert Frökkum erfitt fyrir í leiknum. 11. október 2019 22:12
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30
Kári: Að sjálfsögðu gefur Ítali nágrönnum sínum víti Kári Árnason sagði íslenska liðið hafa átt skilið stig út úr leiknum við Frakka í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2019 21:37
Kolbeinn: Vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Ísland er liðið tapaði 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld. 11. október 2019 21:05