Skrifaði undir nýjan plötusamning í fangelsi Sylvía Hall skrifar 11. október 2019 20:08 Tekashi 6ix9ine hefur oft komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. Vísir/Getty Rapparinn Tekashi 6ix9ine hefur skrifað undir plötusamning sem kveður á um tvær plötur, eina á ensku og eina á spænsku. Samningurinn er sagður hljóða upp á tíu milljónir Bandaríkjadala. Athygli vekur að rapparinn situr í fangelsi sem stendur og bíður dóms, en hann er aðeins 23 ára gamall. Mál rapparans hefur vakið athygli víða en hann var ákærður fyrir vörslu vopna og skipulagða glæpastarfsemi. Hámarksrefsing fyrir slík brot er allt að 47 ára fangelsi en rapparinn má búast við vægari dómi eftir að gaf upp upplýsingar um nokkra vitorðsmenn sína. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rapparinn ungi kemst í kast við löginn. Í október árið 2015 var hann sakfelldur fyrir að eiga í kynferðislegu sambandi við þrettán ára stúlku og deila myndbandi af henni í kynlífsathöfnum. Þá hafði hann einnig setið í fangelsi fyrir líkamsárás og sölu heróíns.Sjá einnig: Nicki Minaj vinnur með dæmdum barnaníðingi Rapparinn gaf yfirvöldum upplýsingar um samstarfsmenn sína í genginu The Nine Trey Bloods, sem er umsvifamikið og þekkt fyrir gróft ofbeldi. Meðal þeirra sem 6ix9ine veitti upplýsingar um voru þeir Anthony Ellison og Aljermiah Mack, sem hafa báði verið sakfelldir eftir vitnisburð rapparans. Réttarhöld í máli 6ix9ine fara fram í desember og er búist við dómsuppkvaðningu þann 18. desember. Má búast við því að fangelsisvist hans verði mun styttri en búist var við í upphafi vegna samvinnu hans. Hollywood Tónlist Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Rapparinn Tekashi 6ix9ine hefur skrifað undir plötusamning sem kveður á um tvær plötur, eina á ensku og eina á spænsku. Samningurinn er sagður hljóða upp á tíu milljónir Bandaríkjadala. Athygli vekur að rapparinn situr í fangelsi sem stendur og bíður dóms, en hann er aðeins 23 ára gamall. Mál rapparans hefur vakið athygli víða en hann var ákærður fyrir vörslu vopna og skipulagða glæpastarfsemi. Hámarksrefsing fyrir slík brot er allt að 47 ára fangelsi en rapparinn má búast við vægari dómi eftir að gaf upp upplýsingar um nokkra vitorðsmenn sína. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rapparinn ungi kemst í kast við löginn. Í október árið 2015 var hann sakfelldur fyrir að eiga í kynferðislegu sambandi við þrettán ára stúlku og deila myndbandi af henni í kynlífsathöfnum. Þá hafði hann einnig setið í fangelsi fyrir líkamsárás og sölu heróíns.Sjá einnig: Nicki Minaj vinnur með dæmdum barnaníðingi Rapparinn gaf yfirvöldum upplýsingar um samstarfsmenn sína í genginu The Nine Trey Bloods, sem er umsvifamikið og þekkt fyrir gróft ofbeldi. Meðal þeirra sem 6ix9ine veitti upplýsingar um voru þeir Anthony Ellison og Aljermiah Mack, sem hafa báði verið sakfelldir eftir vitnisburð rapparans. Réttarhöld í máli 6ix9ine fara fram í desember og er búist við dómsuppkvaðningu þann 18. desember. Má búast við því að fangelsisvist hans verði mun styttri en búist var við í upphafi vegna samvinnu hans.
Hollywood Tónlist Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira