Tónlist

Nýtt lag GDRN úr smiðju Frikka Dórs og Jóns Jónssonar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lagið var samið fyrir og er flutt í sýningunni Shakespeare ástfanginn í Þjóðleikhúsinu.
Lagið var samið fyrir og er flutt í sýningunni Shakespeare ástfanginn í Þjóðleikhúsinu.
Bræðurnir Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson stukku út í djúpu laugina þegar poppstjörnurnar tóku að sér að semja tónlistina í leikritið Shakespeare verður ástfanginn.

Þeir flytja þó ekki tónlistina sjálfa í verkinu heldur fengu til þess tónlistarkonuna GDRN.

Shakespeare verður ástanginn var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 4. október. Lára Jóhanna Jónsdóttir og Aron Már Ólafsson fara með aðalhlutverkin í sýningunni sem er í leikstjórn Selmu Björnsdóttur.

GDRN flytur tónlistina á sviðinu ásamt Matthíasi Stefánssyni. Hér að neðan má heyra hana flytja lagið Hvað er ástin? með svipmyndum úr verkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×