Eins og í síðustu þáttum hefur Sóli Hólm farið í gervi þekktra einstaklinga en í fyrsta þættinum var hann Rikki G og núna síðast Gísli Einars.
Að þessu sinni var komið að sjónvarpsmanninum þekkta Sindra Sindrasyni en Sóli Hólm sýndi eigin útgáfu af þættinum Heimsókn sem hefur verið á dagskrá Stöðvar 2 í mörg ár og búið er að framleiða vel yfir 100 þætti.