Erfiðir viðureignar á heimavelli Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. október 2019 16:30 Deschamps léttur fyrir æfingu franska landsliðsins. fréttablaðið/getty Það var greinilegt af svörum Didiers Deschamps, þjálfara franska landsliðsins og Raphaels Varane, fyrirliða liðsins í fjarveru Hugo Lloris, að þeir kæmu ekki til með að vanmeta Ísland í kvöld þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli. Ísland mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM eftir 4-0 sigur Frakka í fyrri leik liðanna. Þetta er í fjórða sinn sem Deschamps stýrir Frökkum gegn Íslandi ásamt því að mæta Íslandi sem leikmaður síðast þegar Frakkar komu í heimsókn. „Ég held að fæstir leikmennirnir muni eftir því síðast þegar Frakkar heimsóttu Ísland, flestir þeirra voru bara börn þó að ég muni vel eftir leiknum,“ sagði Deschamps léttur þegar hann var spurður út í jafnteflið fræga 1998, stuttu eftir að Frakkar voru krýndir heimsmeistarar þar sem Deschamps bar fyrirliðabandið. „Ísland hefur sýnt það í gegnum tíðina að það er erfitt heim að sækja, aðstæðurnar hérna eru öðruvísi og völlurinn opinn með hlaupabraut sem er nýtt fyrir mína leikmenn. Við eigum von á erfiðum leik, íslenska liðið er beinskeytt og hættulegt í föstum leikatriðum eins og er heimsfrægt. Þar að auki eru teknískir leikmenn sem geta skapað usla.“ Varane tók í sama streng og þjálfari hans og sagði franska liðið ekki vanmeta Ísland. „Við vanmetum ekki íslenska liðið. Ísland er með gott lið sem við þekkjum vel til og berum mikla virðingu fyrir. Þetta er mikilvægur leikur í undankeppninni sem við tökum alvarlega og ætlum okkur þrjú stig. Íslendingar hafa verið erfiðir viðureignar á heimavelli og við megum búast við erfiðum leik,“ sagði Varane um íslenska liðið og hélt áfram: „Við búumst við því að íslenska liðið berjist af krafti og við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Okkar markmið er að ná að spila hratt og finna lausnir á varnarleik Íslands.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Það var greinilegt af svörum Didiers Deschamps, þjálfara franska landsliðsins og Raphaels Varane, fyrirliða liðsins í fjarveru Hugo Lloris, að þeir kæmu ekki til með að vanmeta Ísland í kvöld þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli. Ísland mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM eftir 4-0 sigur Frakka í fyrri leik liðanna. Þetta er í fjórða sinn sem Deschamps stýrir Frökkum gegn Íslandi ásamt því að mæta Íslandi sem leikmaður síðast þegar Frakkar komu í heimsókn. „Ég held að fæstir leikmennirnir muni eftir því síðast þegar Frakkar heimsóttu Ísland, flestir þeirra voru bara börn þó að ég muni vel eftir leiknum,“ sagði Deschamps léttur þegar hann var spurður út í jafnteflið fræga 1998, stuttu eftir að Frakkar voru krýndir heimsmeistarar þar sem Deschamps bar fyrirliðabandið. „Ísland hefur sýnt það í gegnum tíðina að það er erfitt heim að sækja, aðstæðurnar hérna eru öðruvísi og völlurinn opinn með hlaupabraut sem er nýtt fyrir mína leikmenn. Við eigum von á erfiðum leik, íslenska liðið er beinskeytt og hættulegt í föstum leikatriðum eins og er heimsfrægt. Þar að auki eru teknískir leikmenn sem geta skapað usla.“ Varane tók í sama streng og þjálfari hans og sagði franska liðið ekki vanmeta Ísland. „Við vanmetum ekki íslenska liðið. Ísland er með gott lið sem við þekkjum vel til og berum mikla virðingu fyrir. Þetta er mikilvægur leikur í undankeppninni sem við tökum alvarlega og ætlum okkur þrjú stig. Íslendingar hafa verið erfiðir viðureignar á heimavelli og við megum búast við erfiðum leik,“ sagði Varane um íslenska liðið og hélt áfram: „Við búumst við því að íslenska liðið berjist af krafti og við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Okkar markmið er að ná að spila hratt og finna lausnir á varnarleik Íslands.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira