Yaya Toure: FIFA er alveg sama um rasisma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 10:30 Yaya Toure spilar nú í Kína. Getty/Visual China Yaya Toure, fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester City, er allt annað en ánægður með stefnu Alþjóða knattspyrnusambandsins í baráttunni gegn kynþáttafordómum í fótboltanum. Hann var líka svekktur út í ensku landsliðsmennina. Að mati Fílabeinsstrendingsins þá er FIFA ekki að gera nógu mikið og að hans mati þá átti enska landsliðið einnig að ganga af velli í Búlgaíu þegar ensku landsliðsmennirnir heyrðu apahljóðin úr stúkunni. Hinn 36 ára gamli Yaya Toure spilar nú í Kína og lét þessi orð falla eftir að lið hans, Qingdao Huanghai, tryggði sér sæti í kínversku súperdeildinni um helgina. Leikur Búlgaríu og Englands í undankeppni EM 2020 var stöðvaður í tvígang í fyrri hálfleik vegna kynþáttaníðs úr stúkunni en ensku landsliðsmennirnir ákváðu að klára samt leikinn.Yaya Toure: FIFA er ligeglade med racisme https://t.co/aNd4rvwR9x — bold.dk (@bolddk) October 28, 2019 „Þetta er synd, Af hverju ertu að spila fyrir England?,“ spurði Yaya Toure sem vildi sjá róttækari viðbrögð frá ensku landsliðsmönnunum. „Það er alltaf verið að tala um að gera eitthvað, bla, bla, bla en svo hvað? Ekkert breytist,“ sagði Yaya Toure. Hann er heldur ekki ánægður með FIFA. „Fólkinu hjá FIFA er alveg sama um þetta hvort sem er því við erum enn að tala um þetta og þetta er ennþá í gangi. Ég hef áhyggjur af þessu,“ sagði Yaya Toure. „Þeir verða að taka alvarlegra á þessu því annars mun rassistarnir bara halda áfram. Þeir verða að fara með leikmennina af velli,“ sagði Yaya Toure.#YayaToure, who has been outspoken on #football's racism problem, said of the decision. "They are always talking, 'Blah, blah, blah', and what? Nothing changes."https://t.co/0Pj9emXtCf — The Peninsula (@PeninsulaQatar) October 28, 2019 EM 2020 í fótbolta FIFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Yaya Toure, fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester City, er allt annað en ánægður með stefnu Alþjóða knattspyrnusambandsins í baráttunni gegn kynþáttafordómum í fótboltanum. Hann var líka svekktur út í ensku landsliðsmennina. Að mati Fílabeinsstrendingsins þá er FIFA ekki að gera nógu mikið og að hans mati þá átti enska landsliðið einnig að ganga af velli í Búlgaíu þegar ensku landsliðsmennirnir heyrðu apahljóðin úr stúkunni. Hinn 36 ára gamli Yaya Toure spilar nú í Kína og lét þessi orð falla eftir að lið hans, Qingdao Huanghai, tryggði sér sæti í kínversku súperdeildinni um helgina. Leikur Búlgaríu og Englands í undankeppni EM 2020 var stöðvaður í tvígang í fyrri hálfleik vegna kynþáttaníðs úr stúkunni en ensku landsliðsmennirnir ákváðu að klára samt leikinn.Yaya Toure: FIFA er ligeglade med racisme https://t.co/aNd4rvwR9x — bold.dk (@bolddk) October 28, 2019 „Þetta er synd, Af hverju ertu að spila fyrir England?,“ spurði Yaya Toure sem vildi sjá róttækari viðbrögð frá ensku landsliðsmönnunum. „Það er alltaf verið að tala um að gera eitthvað, bla, bla, bla en svo hvað? Ekkert breytist,“ sagði Yaya Toure. Hann er heldur ekki ánægður með FIFA. „Fólkinu hjá FIFA er alveg sama um þetta hvort sem er því við erum enn að tala um þetta og þetta er ennþá í gangi. Ég hef áhyggjur af þessu,“ sagði Yaya Toure. „Þeir verða að taka alvarlegra á þessu því annars mun rassistarnir bara halda áfram. Þeir verða að fara með leikmennina af velli,“ sagði Yaya Toure.#YayaToure, who has been outspoken on #football's racism problem, said of the decision. "They are always talking, 'Blah, blah, blah', and what? Nothing changes."https://t.co/0Pj9emXtCf — The Peninsula (@PeninsulaQatar) October 28, 2019
EM 2020 í fótbolta FIFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira