Tiger sá sigursælasti frá upphafi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. október 2019 07:13 Tiger með verðlaunin sín í nótt. vísir/getty Tiger Woods varð hlutskarpastur á Zozo-mótinu í Japan í nótt og er þar með búinn að vinna 82 PGA-mót á ferlinum. Það er metjöfnun en Sam Snead hafði átt metið einn frá árinu 1965. Hideki Matsuyama sótti aðeins að Tiger í nótt en hinn 43 ára Bandaríkjamaður hélt ró sinni og vann mótið með þriggja högga mun að lokum.Winning in style Tiger birdies the last, captures the @zozochamp and matches Sam Snead's record of 82 @PGATOUR wins.pic.twitter.com/dGny89z4lV — Golf Channel (@GolfChannel) October 28, 2019 Þetta var fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan hann fór í hnéaðgerð fyrir níu vikum síðan. Það stöðvar hann ekkert. Þetta er þess utan annað mótið sem Tiger vinnur á árinu en hann vann Masters í apríl. Það var fimmtánda risamótið sem hann vinnur en hann þarf að vinna þrjú í viðbót til þess að jafna Jack Nicklaus."It's just crazy ... it's a lot." A special, but stressful, win for @TigerWoods. #LiveUnderParpic.twitter.com/vuOt4pYIE7 — PGA TOUR (@PGATOUR) October 28, 2019 Snead var 52 ára gamall þegar hann vann sitt 82. mót og Nicklaus var 46 ára er hann vann sinn sitt síðasta mót. „Ég get vonandi spilað þar til ég er 52 ára. Ég hefði ekki haft neina trú á því fyrir ekki svo löngu síðan. Framtíðin lítur betur út hjá mér núna. Líkaminn er ekki sá sami en ég get enn fundið lausnir á golfvellinum,“ sagði Tiger kátur. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods varð hlutskarpastur á Zozo-mótinu í Japan í nótt og er þar með búinn að vinna 82 PGA-mót á ferlinum. Það er metjöfnun en Sam Snead hafði átt metið einn frá árinu 1965. Hideki Matsuyama sótti aðeins að Tiger í nótt en hinn 43 ára Bandaríkjamaður hélt ró sinni og vann mótið með þriggja högga mun að lokum.Winning in style Tiger birdies the last, captures the @zozochamp and matches Sam Snead's record of 82 @PGATOUR wins.pic.twitter.com/dGny89z4lV — Golf Channel (@GolfChannel) October 28, 2019 Þetta var fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan hann fór í hnéaðgerð fyrir níu vikum síðan. Það stöðvar hann ekkert. Þetta er þess utan annað mótið sem Tiger vinnur á árinu en hann vann Masters í apríl. Það var fimmtánda risamótið sem hann vinnur en hann þarf að vinna þrjú í viðbót til þess að jafna Jack Nicklaus."It's just crazy ... it's a lot." A special, but stressful, win for @TigerWoods. #LiveUnderParpic.twitter.com/vuOt4pYIE7 — PGA TOUR (@PGATOUR) October 28, 2019 Snead var 52 ára gamall þegar hann vann sitt 82. mót og Nicklaus var 46 ára er hann vann sinn sitt síðasta mót. „Ég get vonandi spilað þar til ég er 52 ára. Ég hefði ekki haft neina trú á því fyrir ekki svo löngu síðan. Framtíðin lítur betur út hjá mér núna. Líkaminn er ekki sá sami en ég get enn fundið lausnir á golfvellinum,“ sagði Tiger kátur.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira