Silvere M'boussy, framherji Bochum, átti þá skot rétt framhjá marki heimaliðsins en einn varamaður Holsten Kiel, sem var að hita upp bakvið markið, tók á móti knettinum.
Þegar markvörður Kiel ætlaði að fara sparka frá marki bað dómarinn hann hins vegar að hinkra aðeins við og fór og skoðaði atvikið í VARsjánni.
Holstein Kiel substitute gives away penalty against Bochum while WARMING UP, as he touches ball back into play before it goes out in controversial Bundesliga 2 moment https://t.co/eLL6sUqk0qpic.twitter.com/Lj78I9mpWC
— MailOnline Sport (@MailSport) October 26, 2019
Þar kom í ljós að varamaðurinn, Michael Eberwein, hafi snert boltann inn á vellinum og því var hann brotlegur. Þar af leiðandi var dæmd vítaspyrna.
Úr vítaspyrnunni skoraði Silvere sjálfur en Holsten Kiel vann leikinn að lokum með tveimur mörkum gegn einu.
Atvikið stórfurðulega má sjá hér að neðan.