Vilja samstarf um jarðvarma Kristinn Haukuur Guðnason skrifar 26. október 2019 09:00 Ruud Cino, sem fer fyrir hollensku sendinefndinni, segir margt hægt að læra af Íslendingum um endurnýjanlega orku. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum eru nú á Íslandi til að ræða samstarf í jarðvarmamálum. Framkvæmdastjóri Iceland Geothermal segir þá geta fært gróðurhúsabændum mikið. Hollendingar hafa sýnt mikinn áhuga á samstarfi við íslensk fyrirtæki um jarðvarmaorku, bæði ráðgjöf og uppbyggingu. Samstarfið er þó enn á umræðustigi og engin fastmótuð verkefni ákveðin. Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum heimsækja nú landið í annað skiptið á þessu ári. Viðar Helgason, framkvæmdastjóri Iceland Geothermal, segir að á þessum tímapunkti sé verið að ræða þekkingartilfærslu. Annars vegar vegna jarðvarmaveitna til Hollands sem íslensk ráðgjafarfyrirtæki og hugsanlega þjónustufyrirtæki myndu koma að. Hins vegar er verið að ræða samstarf hollenskra fyrirtækja við gróðurhúsabændur á Íslandi en þar eru Hollendingar mjög framarlega á heimsvísu. Í Hollandi er mikill jarðvarmi, allt að 100 gráða heitur, og öll gróðurhúsin þar jarðvarmahituð. Jarðvarmi er þó ekki notaður í stórum hitaveitukerfum. Hollendingar telja sig öfluga hvað varðar endurnýjanlega orku en þá er aðeins verið að tala um raforkuna, sem er 25 prósent af orkuþörf landsins. Hin 75 prósentin, varminn, koma að langstærstum hluta úr varmagjöfum knúnum með gasi. Sveitarfélög þar í landi huga nú að því að nýta jarðvarma til að ná markmiðum í loftslagsmálum. „Við getum lært mikið af Íslendingum því þeir hafa sýnt að hægt er að fá alla raforku og varma úr endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Ruud Cino, sem fer fyrir hollensku sendinefndinni, en með honum eru Hanneke Kal og Roel Swierenga. „Fyrir okkur er raunhæft að hita 25 prósent heimila með jarðvarmaverum. Við höfum mjög metnaðarfull markmið. Árið 2030 ætlum við að sjöfalda jarðvarmanotkunina og árið 2050 ætlum við að fjörutíufalda hana,“ segir Hanneke. Hollendingar horfa einnig til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, svo sem sólar- og vindorku. Roel segir að verið sé að ræða við fyrirtæki og skoða samvinnugrundvöll, hollenska ríkið muni ekki hafa beina aðkomu að verkefnum. Hvað varðar gróðurhúsabændur segir Viðar að Hollendingar geti fært Íslendingum gríðarlega mikið. Til dæmis aðstoð við að hanna og smíða risavaxin gróðurhús og allt sem tengist garðyrkju. „Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í garðyrkju og mörg húsin í niðurníðslu. Íslendingar eiga mikla möguleika á að verða sjálf bærir með matvæli, við getum ræktað hvað sem er því hér er allt til staðar. Koltvísýringur, jarðvarmi og fleira. En einhverra hluta vegna hefur garðyrkjan ekki blómstrað og við önnum ekki eftirspurn eftir til dæmis káli.“ Viðar segir aðeins tvö eða þrjú fyrirtæki hafa einhverja burði hér á Íslandi og nefnir til dæmis Lambhaga í því samhengi, sem þó myndi teljast mjög lítið fyrirtæki á hollenskan mælikvarða. Eigendur þessara fyrirtækja, sem fóru af stað fyrir áratugum, séu nú margir komnir á aldur og erfitt að sjá mikla nýliðun á markaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum eru nú á Íslandi til að ræða samstarf í jarðvarmamálum. Framkvæmdastjóri Iceland Geothermal segir þá geta fært gróðurhúsabændum mikið. Hollendingar hafa sýnt mikinn áhuga á samstarfi við íslensk fyrirtæki um jarðvarmaorku, bæði ráðgjöf og uppbyggingu. Samstarfið er þó enn á umræðustigi og engin fastmótuð verkefni ákveðin. Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum heimsækja nú landið í annað skiptið á þessu ári. Viðar Helgason, framkvæmdastjóri Iceland Geothermal, segir að á þessum tímapunkti sé verið að ræða þekkingartilfærslu. Annars vegar vegna jarðvarmaveitna til Hollands sem íslensk ráðgjafarfyrirtæki og hugsanlega þjónustufyrirtæki myndu koma að. Hins vegar er verið að ræða samstarf hollenskra fyrirtækja við gróðurhúsabændur á Íslandi en þar eru Hollendingar mjög framarlega á heimsvísu. Í Hollandi er mikill jarðvarmi, allt að 100 gráða heitur, og öll gróðurhúsin þar jarðvarmahituð. Jarðvarmi er þó ekki notaður í stórum hitaveitukerfum. Hollendingar telja sig öfluga hvað varðar endurnýjanlega orku en þá er aðeins verið að tala um raforkuna, sem er 25 prósent af orkuþörf landsins. Hin 75 prósentin, varminn, koma að langstærstum hluta úr varmagjöfum knúnum með gasi. Sveitarfélög þar í landi huga nú að því að nýta jarðvarma til að ná markmiðum í loftslagsmálum. „Við getum lært mikið af Íslendingum því þeir hafa sýnt að hægt er að fá alla raforku og varma úr endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Ruud Cino, sem fer fyrir hollensku sendinefndinni, en með honum eru Hanneke Kal og Roel Swierenga. „Fyrir okkur er raunhæft að hita 25 prósent heimila með jarðvarmaverum. Við höfum mjög metnaðarfull markmið. Árið 2030 ætlum við að sjöfalda jarðvarmanotkunina og árið 2050 ætlum við að fjörutíufalda hana,“ segir Hanneke. Hollendingar horfa einnig til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, svo sem sólar- og vindorku. Roel segir að verið sé að ræða við fyrirtæki og skoða samvinnugrundvöll, hollenska ríkið muni ekki hafa beina aðkomu að verkefnum. Hvað varðar gróðurhúsabændur segir Viðar að Hollendingar geti fært Íslendingum gríðarlega mikið. Til dæmis aðstoð við að hanna og smíða risavaxin gróðurhús og allt sem tengist garðyrkju. „Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í garðyrkju og mörg húsin í niðurníðslu. Íslendingar eiga mikla möguleika á að verða sjálf bærir með matvæli, við getum ræktað hvað sem er því hér er allt til staðar. Koltvísýringur, jarðvarmi og fleira. En einhverra hluta vegna hefur garðyrkjan ekki blómstrað og við önnum ekki eftirspurn eftir til dæmis káli.“ Viðar segir aðeins tvö eða þrjú fyrirtæki hafa einhverja burði hér á Íslandi og nefnir til dæmis Lambhaga í því samhengi, sem þó myndi teljast mjög lítið fyrirtæki á hollenskan mælikvarða. Eigendur þessara fyrirtækja, sem fóru af stað fyrir áratugum, séu nú margir komnir á aldur og erfitt að sjá mikla nýliðun á markaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira