Bakarameistarinn er handverksbakarí sem er nú á sjö stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Öll bakaríin eru einnig kaffihús þar sem gestir geta notið léttra veitinga á staðnum í góðu og þægilegu umhverfi. Á öllum stöðum Bakarameistarans eru bakaraofnar og er bakað jafnt og þétt yfir daginn, vínarbrauðslengjur, ostaslaufur, croissant, skonsur og margt fleira.
Síðastliðið sumar var ákveðið að hafa eingöngu tvö verð á öllum brauðum og rúnstykkjum, sem sumartilboð og voru verðin lækkuð hressilega. Tilboðin slógu algjörlega í gegn og í kjölfarið var afráðið að halda lága verðinu áfram.
Hunangsspeltbrauð, orkubrauð og múslíbrauð kosta 495 krónur. Samlokubrauð, súrdeigsbrauð, heilkornabrauð og kjarnabrauð kosta 595 krónur. Rúnstykki, kringlur, graskersrúnstykki og ostarúnstykki kosta 95 krónur. Lágkolvetnarúnstykki, múslístangir og heilhveitihorn kosta 159 krónur.
Veisluþjónusta Bakarameistarans nýtur ávallt mikilla vinsælda. Við bjóðum m.a. upp á afmælistertur, skírnartertur og brúðkaupstertur ásamt úrvali af 16 manna veislutertum. Alls konar smáréttir, veislubakkar, snittur og brauðtertur eru í miklu úrvali sem hægt er að skoða á vefsíðunni www.bakarameistarinn.is sem er opin allan sólarhringinn. Hjá Bakarameistaranum er metnaður lagður í að sinna óskum viðskiptavina hratt, vel og örugglega! Og verðið, það kemur ánægjulega á óvart.
Taktu þátt í skemmtilegum leik
Svaraðu nokkrum spurningum hér fyrir neðan og freistaðu þess að vinna glæsilega gjafakörfu frá Bakarameistaranum. Svörin má finna í greininni hér fyrir ofan og á bakarameistarinn.is.