Tal um veikingu eftirlits með samkeppni sé ósannfærandi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. október 2019 06:00 Samkeppniseftirlitið hefur lagst gegn fyrirhuguðum breytingum á samkeppnislögum fbl/pjetur „Allt tal um að verið sé að veikja Samkeppniseftirlitið finnst mér vera ósannfærandi. Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða er til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi,“ segir Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti og lektor við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um breytingar á samkeppnislögunum verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Núgildandi lög kveða hins vegar á um að eftirlitið veiti undanþágu vegna samstarfs. Heimir segir að núverandi fyrirkomulag hafi sýnt sig vera mjög óskilvirkt. Það hafi liðið fyrir langan afgreiðslutíma. „Í mörgum tilvikum geta fyrirtæki ekki beðið svo misserum eða árum skiptir eftir ákvörðun frá SKEtil að geta hafið samstarf á vissum sviðum. Það eitt og sér eru sterk rök fyrir því að gera breytingar. Við höfum fyrirmyndir fyrir sjálfsmati fyrirtækja í löndum í kringum okkur, til að mynda í ESB, þar sem slíkt fyrirkomulag hefur verið við lýði frá 2003 og reynst vel,“ segir Heimir en ítrekar að breytingarnar feli ekki í sér neinn afslátt á framfylgni samkeppnisreglna.Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík„Fyrirtækjum verður ekki meira heimilt eftir þessa breytingu en áður að eiga með sér samráð eða neitt slíkt og eftirlitið mun áfram geta gripið inn í ef það telur fyrirtæki hafa farið fram úr sér við mótun samstarfs. Mér sýnist breytingarnar varðveita það markmið samkeppnislaganna sem er að nýting á framleiðsluþáttum samfélagsins sé með hagkvæmum hætti. Ef menn eru að segja að þetta feli í sér fráhvarf frá þeirri hugsun sem er undirliggjandi í lögunum, þá verð ég að vera ósammála því.“ Frumvarpið felur einnig í sér afnám heimildar Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómstóla. Heimir segir að það skjóti skökku við að eftirlitið geti umfram önnur stjórnvöld áfrýjað úrskurði æðra setts stjórnvalds. Þá sé mjög óheppilegt að óvissa um niðurstöðu mála geti dregist svo árum skipti sökum þess að Samkeppniseftirlitið sé ósátt við úrskurð áfrýjunarnefndar. „Ef Samkeppniseftirlitið telur hættu á því að æðra stjórnsýsluvald geri mistök sem eru þess eðlis að þau verði að leiðrétta með atbeina dómstóla þá á Samkeppniseftirlitið frekar að beina sjónum sínum að áfrýjunarnefndinni sjálfri. Til dæmis því hvernig hún er skipuð, og til hvaða úrræða og heimilda hún geti gripið til þess að taka ákvarðanir í málum. Eða jafnvel tilvist hennar yfirhöfuð,“ segir Heimir. „Ég hef síður samúð með því sjónarmiði að atvik geti komið upp þar sem nefndin kemst að niðurstöðu sem Samkeppniseftirlitið er ósátt við og þá verði að vera hægt að taka málið áfram fyrir almenna dómstóla. Það gengur gegn meginviðhorfum um samspil æðri og lægri stjórnsýslustiga.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
„Allt tal um að verið sé að veikja Samkeppniseftirlitið finnst mér vera ósannfærandi. Ef frumvarpið nær fram að ganga verða samkeppnisreglur hér á landi mjög sambærilegar þeim sem gilda í nágrannaríkjum okkar og engin ástæða er til að ætla annað en að þær muni virka sem skyldi,“ segir Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti og lektor við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um breytingar á samkeppnislögunum verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Núgildandi lög kveða hins vegar á um að eftirlitið veiti undanþágu vegna samstarfs. Heimir segir að núverandi fyrirkomulag hafi sýnt sig vera mjög óskilvirkt. Það hafi liðið fyrir langan afgreiðslutíma. „Í mörgum tilvikum geta fyrirtæki ekki beðið svo misserum eða árum skiptir eftir ákvörðun frá SKEtil að geta hafið samstarf á vissum sviðum. Það eitt og sér eru sterk rök fyrir því að gera breytingar. Við höfum fyrirmyndir fyrir sjálfsmati fyrirtækja í löndum í kringum okkur, til að mynda í ESB, þar sem slíkt fyrirkomulag hefur verið við lýði frá 2003 og reynst vel,“ segir Heimir en ítrekar að breytingarnar feli ekki í sér neinn afslátt á framfylgni samkeppnisreglna.Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík„Fyrirtækjum verður ekki meira heimilt eftir þessa breytingu en áður að eiga með sér samráð eða neitt slíkt og eftirlitið mun áfram geta gripið inn í ef það telur fyrirtæki hafa farið fram úr sér við mótun samstarfs. Mér sýnist breytingarnar varðveita það markmið samkeppnislaganna sem er að nýting á framleiðsluþáttum samfélagsins sé með hagkvæmum hætti. Ef menn eru að segja að þetta feli í sér fráhvarf frá þeirri hugsun sem er undirliggjandi í lögunum, þá verð ég að vera ósammála því.“ Frumvarpið felur einnig í sér afnám heimildar Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómstóla. Heimir segir að það skjóti skökku við að eftirlitið geti umfram önnur stjórnvöld áfrýjað úrskurði æðra setts stjórnvalds. Þá sé mjög óheppilegt að óvissa um niðurstöðu mála geti dregist svo árum skipti sökum þess að Samkeppniseftirlitið sé ósátt við úrskurð áfrýjunarnefndar. „Ef Samkeppniseftirlitið telur hættu á því að æðra stjórnsýsluvald geri mistök sem eru þess eðlis að þau verði að leiðrétta með atbeina dómstóla þá á Samkeppniseftirlitið frekar að beina sjónum sínum að áfrýjunarnefndinni sjálfri. Til dæmis því hvernig hún er skipuð, og til hvaða úrræða og heimilda hún geti gripið til þess að taka ákvarðanir í málum. Eða jafnvel tilvist hennar yfirhöfuð,“ segir Heimir. „Ég hef síður samúð með því sjónarmiði að atvik geti komið upp þar sem nefndin kemst að niðurstöðu sem Samkeppniseftirlitið er ósátt við og þá verði að vera hægt að taka málið áfram fyrir almenna dómstóla. Það gengur gegn meginviðhorfum um samspil æðri og lægri stjórnsýslustiga.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira