Marel hefur keypt helmingshlut í Curio sem framleiðir vélar fyrir fiskvinnslu. Marel hefur jafnframt kauprétt á eftirstandandi hlutum í Curio að fjórum árum liðnum.
Þetta kemur fram í tilkynningu Marels til kauphallar þar sem afkoma þriðja ársfjórðungs var kynnt. Curio framleiðir vélar fyrir fiskvinnslu; flökunarvélar, hausunarvélar og roðflettivélar; ásamt því að vera að þróa ýmsar nýjar vélar. Félagið hlaut nýsköpunarverðlaun Íslands á mánudaginn var.
Félagið hefur vaxið ört en árið 2008 var einn starfsmaður hjá fyrirtækin en nú er fyrirtækið með starfsemi bæði á Húsavík og Hafnarfirði. Reiknað er með að kaup Marel gangi í gegn síðar á árinu.
Marel kaupir helming í Curio

Tengdar fréttir

Curio fékk nýsköpunarverðlaun Íslands 2019
Fyrirtækið Curio vann í kvöld nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 á Grand hótel.

Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir 13 milljarða
Erlendir fjárfestingasjóðir, sem komu margir fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, hafa að undanförnu keypt í félaginu um 22 milljónir hluta að nafnvirði, eða fyrir um 13 milljarða króna miðað við núverandi gengi bréfa.