Viðræður milli fótboltakvennanna og yfirmanna spænsku félaganna hafa verið í gangi í marga mánuði en hafa nú endanlega siglt í stand.
93 prósent leikmannanna kusu það að fara í verkfall en þær hittust í Madrid vegna stöðunnar. Spænsku leikmannasamtökin munu halda utan um verkfallið.
Landsleikjahlé byrjar 3. nóvember og það er því líklegast að verkfallið hefjist 16. nóvember. Fleiri dagsetningar koma einnig til greina.
Spanish female footballers to strike over pay and part-time contracts https://t.co/Fd0Id4hu6e By @sidlowe
— Guardian sport (@guardian_sport) October 23, 2019
„Við erum á leið í verkfall,“ sagði Ainhoa Tirapu, fyrirliði Athletic Bilbao, en að baki þessari verkfallsboðun standa tvö hundruð leikmenn frá sextán félögum.
Það kom til greina að fara í verkfall í lok síðasta tímabils en fótboltakonurnar voru á því að það væri ekki rétta tímasetningin. Alls hafa fulltrúar leikmannanna og félögin fundað átján sinnum án samkomulags og nú eru fótboltakonurnar búnar að fá nóg.
Leikmannasamtökin vilja hækka lágmarkslaunin úr 16 þúsund evrur á ári upp í 20 þúsund evrur á ári eða fara úr 2,2 milljónum króna upp í 2,8 milljónir króna í árslaun.
Leikmenn eru líka ósáttir með launin fyrir þær sem eru hálfatvinnumenn. Félögin vilja aðeins borga þeim helminginn eða átta þúsund evrur, 1,1 milljón króna, en leikmannasamtökin heimta tólf þúsund evrur, 1,6 milljónir króna.