Sterling áttundi Englendingurinn sem skorar þrennu í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2019 14:30 Sterling er kominn með fjögur mörk í Meistaradeildinni í vetur. vísir/getty Raheem Sterling varð í gær áttundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeild Evrópu. Sterling skoraði þrjú marka Manchester City í 5-1 sigri á Atalanta á Etihad í gær. Englandsmeistararnir eru með fullt hús stiga á toppi C-riðils og komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit keppninnar. Með þrennunni komst Sterling í hóp sjö annarra landa sinna sem hafa skorað þrjú mörk í einum og sama leiknum í Meistaradeildinni.Mike Newell afrekaði það fyrstur Englendinga. Hann skoraði þrjú mörk á níu mínútum þegar Blackburn Rovers vann Rosenborg, 4-1, í desember 1995. Í 16 ár var Newell sá leikmaður sem hafði skorað þrennu á stystum tíma í Meistaradeildinni. Frakkinn Bafétimbi Gomis sló met Newells þegar hann skoraði þrjú mörk á sjö mínútum í 7-1 sigri Lyon á Dinamo Zagreb 2011. Andy Cole skoraði tvær þrennur fyrir Manchester United í Meistaradeildinni; gegn Feyenoord 1997 og Anderlecht 2000.Owen skoraði þrennu í 1-3 útisigri Manchester United á Wolfsburg 2009.vísir/gettyMichael Owen skoraði tvær þrennur í Meistaradeildinni með sjö ára millibili; fyrir Liverpool gegn Spartak Moskvu 2002 og Manchester United gegn Wolfsburg 2009. Owen er eini Englendingurinn sem hefur skorað þrennu fyrir fleiri en eitt félag í Meistaradeildinni. Alan Shearer skoraði þrennu í 3-1 sigri Newcastle United á Bayer Leverkusen 2003. Ári síðar skoraði Wayne Rooney þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik; 6-2 sigri United á Fenerbache. Það er jafnframt eina þrenna hans í Meistaradeildinni. Þá skoraði Danny Welbeck þrennu í 4-1 sigri Arsenal á Galatasary 2014 og Harry Kane í 3-0 sigri Tottenham á APOEL 2017. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Raheem Sterling varð í gær áttundi Englendingurinn til að skora þrennu í Meistaradeild Evrópu. Sterling skoraði þrjú marka Manchester City í 5-1 sigri á Atalanta á Etihad í gær. Englandsmeistararnir eru með fullt hús stiga á toppi C-riðils og komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit keppninnar. Með þrennunni komst Sterling í hóp sjö annarra landa sinna sem hafa skorað þrjú mörk í einum og sama leiknum í Meistaradeildinni.Mike Newell afrekaði það fyrstur Englendinga. Hann skoraði þrjú mörk á níu mínútum þegar Blackburn Rovers vann Rosenborg, 4-1, í desember 1995. Í 16 ár var Newell sá leikmaður sem hafði skorað þrennu á stystum tíma í Meistaradeildinni. Frakkinn Bafétimbi Gomis sló met Newells þegar hann skoraði þrjú mörk á sjö mínútum í 7-1 sigri Lyon á Dinamo Zagreb 2011. Andy Cole skoraði tvær þrennur fyrir Manchester United í Meistaradeildinni; gegn Feyenoord 1997 og Anderlecht 2000.Owen skoraði þrennu í 1-3 útisigri Manchester United á Wolfsburg 2009.vísir/gettyMichael Owen skoraði tvær þrennur í Meistaradeildinni með sjö ára millibili; fyrir Liverpool gegn Spartak Moskvu 2002 og Manchester United gegn Wolfsburg 2009. Owen er eini Englendingurinn sem hefur skorað þrennu fyrir fleiri en eitt félag í Meistaradeildinni. Alan Shearer skoraði þrennu í 3-1 sigri Newcastle United á Bayer Leverkusen 2003. Ári síðar skoraði Wayne Rooney þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik; 6-2 sigri United á Fenerbache. Það er jafnframt eina þrenna hans í Meistaradeildinni. Þá skoraði Danny Welbeck þrennu í 4-1 sigri Arsenal á Galatasary 2014 og Harry Kane í 3-0 sigri Tottenham á APOEL 2017.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira
Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15