Helmingi færri konur stofnuðu fyrirtæki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. október 2019 07:00 Skýrslan verður kynnt á fundi Íslandsbanka um frumkvöðla og nýsköpun í dag. fbl/ernir Helmingi færri konur en karlar hafa stofnað nýtt fyrirtæki á síðustu 15 árum en hlutdeild kvenna í stofnun fyrirtækja hefur þó vaxið töluvert á tímabilinu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Reykjavík Economics sem var unnin fyrir Íslandsbanka en hún verður kynnt í dag á fundi sem bankinn stendur fyrir. „Hlutdeild kvenna kemur á óvart, sérstaklega í ljósi þess að ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum. Það er fagnaðarefni að hlutdeild kvenna sé að vaxa en það má gera enn betur. Stjórnvöld kynntu á dögunum nýsköpunarstefnu sína og má því velta fyrir sér hvort tilefni sé til þess að rannsaka frekar hvaða ástæður geti legið að baki og skoða hvernig fjölga megi konum í sjálfstæðum atvinnurekstri,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur Reykjavík Econonimcs, sem tók saman ýmsar tölur sem varpa ljósi á stöðu og þróun nýsköpunar á Íslandi. Á árunum 2005 til 2019 voru stofnuð 79.022 fyrirtæki á Íslandi. Þar af stofnuðu konur 24.775 fyrirtæki, eða tæplega þriðjung af heildarfjöldanum. Hlutdeild kvenna í stofnun fyrirtækja nam aðeins 24 prósentum á árinu 2005. Á næstu árum óx hún hratt og náði hápunkti í um 35 prósentum árið 2014. Á árunum 2015 til 2017 fór hlutdeildin niður í 32 prósent en tók síðan aftur við sér og nemur hún tæplega 35 prósentum það sem af er árinu 2019. Í skýrslunni er líftími fyrirtækja eftir stofnári tekinn saman. Tæplega þriðjungur af þeim fyrirtækjum sem voru stofnuð árið 2005 hafaorðið gjaldþrota fram til ársins 2019 en eðli málsins samkvæmt lækkar hlutfallið eftir því sem nær dregur árinu 2019. Frá árinu 2009 hefur rúmlega fimmtungur þeirra fyrirtækja sem voru stofnuð það ár orðið gjaldþrota. „Það er áhugavert að sjá áhættuna af því að stofna fyrirtæki svart á hvítu og kannski má segja sem svo að það séu að minnsta kosti fjórðungslíkur á að fyrirtæki verði gjaldþrota eftir nokkurra ára skeið. Það undirstrikar mikilvægi þess að sýna umburðarlyndi gagnvart fólki sem er að stofna fyrirtæki og reyna að skapa ný tækifæri og störf. Það mistekst í mörgum tilvikum samkvæmt þessum tölum.“ Þá varpar Magnús þeirri spurningu fram hvort lágvaxtaumhverfið sem Vesturlönd búa við í dag muni stuðla að aukinni fjárfestingu í nýsköpun. „Vextir hafa farið lækkandi úti í heimi og hér á Ísland. Við erum að horfa fram á að hér verði nýtt vaxtastig sem ekki hefur þekkst áður. Þá geta lífeyrissjóðir ekki treyst á að fjárfesta bara í ríkisskuldabréfum og íbúðabréfum. Þeir gætu í auknum mæli farið að beina fjármunum í nýsköpun og áhættumeiri fjárfestingar,“ segir Magnús. „Vandi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur verið að erfitt er að komast út úr vaxtarfasanum og yfir í næsta fasa. Það krefst jafnan verulegs fjármagns. Ef við tökum tónlistarveituna Spotify sem dæmi þá hefði það fyrirtæki aldrei náð að blómstra hér á landi vegna þess að það reiddi sig á gríðarmikla fjármuni til að ná forskoti á markaðinum. Slíkir peningar hefðu aldrei verið í boði á Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Helmingi færri konur en karlar hafa stofnað nýtt fyrirtæki á síðustu 15 árum en hlutdeild kvenna í stofnun fyrirtækja hefur þó vaxið töluvert á tímabilinu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Reykjavík Economics sem var unnin fyrir Íslandsbanka en hún verður kynnt í dag á fundi sem bankinn stendur fyrir. „Hlutdeild kvenna kemur á óvart, sérstaklega í ljósi þess að ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum. Það er fagnaðarefni að hlutdeild kvenna sé að vaxa en það má gera enn betur. Stjórnvöld kynntu á dögunum nýsköpunarstefnu sína og má því velta fyrir sér hvort tilefni sé til þess að rannsaka frekar hvaða ástæður geti legið að baki og skoða hvernig fjölga megi konum í sjálfstæðum atvinnurekstri,“ segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur Reykjavík Econonimcs, sem tók saman ýmsar tölur sem varpa ljósi á stöðu og þróun nýsköpunar á Íslandi. Á árunum 2005 til 2019 voru stofnuð 79.022 fyrirtæki á Íslandi. Þar af stofnuðu konur 24.775 fyrirtæki, eða tæplega þriðjung af heildarfjöldanum. Hlutdeild kvenna í stofnun fyrirtækja nam aðeins 24 prósentum á árinu 2005. Á næstu árum óx hún hratt og náði hápunkti í um 35 prósentum árið 2014. Á árunum 2015 til 2017 fór hlutdeildin niður í 32 prósent en tók síðan aftur við sér og nemur hún tæplega 35 prósentum það sem af er árinu 2019. Í skýrslunni er líftími fyrirtækja eftir stofnári tekinn saman. Tæplega þriðjungur af þeim fyrirtækjum sem voru stofnuð árið 2005 hafaorðið gjaldþrota fram til ársins 2019 en eðli málsins samkvæmt lækkar hlutfallið eftir því sem nær dregur árinu 2019. Frá árinu 2009 hefur rúmlega fimmtungur þeirra fyrirtækja sem voru stofnuð það ár orðið gjaldþrota. „Það er áhugavert að sjá áhættuna af því að stofna fyrirtæki svart á hvítu og kannski má segja sem svo að það séu að minnsta kosti fjórðungslíkur á að fyrirtæki verði gjaldþrota eftir nokkurra ára skeið. Það undirstrikar mikilvægi þess að sýna umburðarlyndi gagnvart fólki sem er að stofna fyrirtæki og reyna að skapa ný tækifæri og störf. Það mistekst í mörgum tilvikum samkvæmt þessum tölum.“ Þá varpar Magnús þeirri spurningu fram hvort lágvaxtaumhverfið sem Vesturlönd búa við í dag muni stuðla að aukinni fjárfestingu í nýsköpun. „Vextir hafa farið lækkandi úti í heimi og hér á Ísland. Við erum að horfa fram á að hér verði nýtt vaxtastig sem ekki hefur þekkst áður. Þá geta lífeyrissjóðir ekki treyst á að fjárfesta bara í ríkisskuldabréfum og íbúðabréfum. Þeir gætu í auknum mæli farið að beina fjármunum í nýsköpun og áhættumeiri fjárfestingar,“ segir Magnús. „Vandi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur verið að erfitt er að komast út úr vaxtarfasanum og yfir í næsta fasa. Það krefst jafnan verulegs fjármagns. Ef við tökum tónlistarveituna Spotify sem dæmi þá hefði það fyrirtæki aldrei náð að blómstra hér á landi vegna þess að það reiddi sig á gríðarmikla fjármuni til að ná forskoti á markaðinum. Slíkir peningar hefðu aldrei verið í boði á Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira