Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim.
Seattle Times greinir frá og segir að stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um að reka McAllister á stjórnarfundi í gær. Eftirmaður hans, Stan Deal, hefur þegar tekið við starfi McAllister. Deal var áður yfir þjónustusviði Boeing. Þar áður hafði hann verið yfirmaður á farþegaþotusviðinu.
Times hefur eftir ónafngreindum háttsettum yfirmanni innan Boeing að vandræði MAX-vélanna hafi ekki verið eina ástæðan fyrir brottreksti McAllister. Rekja mætti brottreksturinn til ýmissa vandræða sem farþegaþotusviðið hefur staðið frammi fyrir á undanförnum misserum.
Má þar nefna vandræði með hreyflana á 777X vélum Boeing, sprungur sem finna má litlum hluta af eldri 737-vélum auk minnkandi pöntunarstöðu 787 Dreamliner flugvélanna.
Aðalástæðan er hins vegar MAX-vélin og tafir á því að Boeing takist að mæta kröfum flugmálayfirvalda um allan heim svo að 737 MAX-vélarnar komist í loftið á ný eftir tvö mannskæð flugslys. Icelandair miðar við að taka vélarnar í notkun í janúar, en óvíst er hvort það gangi eftir.
Dennis Muilenburg, forstjóri félagsins, var nýlega settur af sem stjórnarformaður félagsins, en alsiða er að forstjórar stórfyrirtækja í Bandaríkjunum séu einnig stjórnarformenn.
Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað

Tengdar fréttir

Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni
Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona.

Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði
Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.

Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna
Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016.

Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna
Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið.