Fara í gegnum tuttugu ára feril með afmælistónleikum Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2019 20:00 Buff var stofnuð árið 1999. Hljómsveitin Buff fagnar tuttugu ára afmæli með þrennum tónleikum á næstunni. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1999 af tilstuðlan sjónvarpsstjóra Skjás 1 á þeim tíma, sem þá hafði nýlega hafið göngu sína. Það vantaði hljómsveit til þess að vera í spjallþætti stöðvarinnar Axel og félagar, sem síðar varð Gunni og félagar og að lokum Björn og félagar. Buffið sá um alla tónlist þáttanna og einnig um innslög sem gerð voru fyrir hvern þátt. Fljótlega fór sveitin að spila á börum bæjarins og varð mjög fljótt mjög vinsæl dansleikjasveit um allt land.Allskonar lygasögur Á þessum tuttugu árum hefur sveitin gefið út fjórar breiðskífur, þar á meðal plötu með lögum Magnúsar Eiríkssonar ásamt fjölda laga á safnplötum. En á þessum árum hefur Buffið þó aldrei haldið tónleika með eigin efni, og er því við hæfi að gera það á afmælisárinu. Á afmælistónleikum Buffsins munu meðlimir sveitarinnar fara í gegnum söguna í tónum og tali. Frá mörgu er að segja og má því búast við skemmtilegri kvöldstund með lögum Buffsins og öllum sögunum frá þessum 20 árum. Frásagnirnar eru m.a. um Skjá 1, Hemma Gunn, Útrásarvíkingapartí, bankaveislur erlendis, lögreglufylgd á Suðurnesjum, Upptökur í Danmörku, útihátíðir, sveitaböll og allskonar lygasögur. Tónleikarnir eru 25. október í Bæjarbíói Hafnarfirði, 26. október í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum, og 2. nóvember á Græna hattinum, Akureyri. Sveitin gaf á dögunum út nýtt lag sem ber nafnið Alltílæ og má heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Buff fagnar tuttugu ára afmæli með þrennum tónleikum á næstunni. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1999 af tilstuðlan sjónvarpsstjóra Skjás 1 á þeim tíma, sem þá hafði nýlega hafið göngu sína. Það vantaði hljómsveit til þess að vera í spjallþætti stöðvarinnar Axel og félagar, sem síðar varð Gunni og félagar og að lokum Björn og félagar. Buffið sá um alla tónlist þáttanna og einnig um innslög sem gerð voru fyrir hvern þátt. Fljótlega fór sveitin að spila á börum bæjarins og varð mjög fljótt mjög vinsæl dansleikjasveit um allt land.Allskonar lygasögur Á þessum tuttugu árum hefur sveitin gefið út fjórar breiðskífur, þar á meðal plötu með lögum Magnúsar Eiríkssonar ásamt fjölda laga á safnplötum. En á þessum árum hefur Buffið þó aldrei haldið tónleika með eigin efni, og er því við hæfi að gera það á afmælisárinu. Á afmælistónleikum Buffsins munu meðlimir sveitarinnar fara í gegnum söguna í tónum og tali. Frá mörgu er að segja og má því búast við skemmtilegri kvöldstund með lögum Buffsins og öllum sögunum frá þessum 20 árum. Frásagnirnar eru m.a. um Skjá 1, Hemma Gunn, Útrásarvíkingapartí, bankaveislur erlendis, lögreglufylgd á Suðurnesjum, Upptökur í Danmörku, útihátíðir, sveitaböll og allskonar lygasögur. Tónleikarnir eru 25. október í Bæjarbíói Hafnarfirði, 26. október í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum, og 2. nóvember á Græna hattinum, Akureyri. Sveitin gaf á dögunum út nýtt lag sem ber nafnið Alltílæ og má heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira