Hannes og Kári fundu sér báðir erlend félög til að æfa með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 13:45 Hannes Þór Halldórssson og Kári Árnason Getty/VI Images Tveir íslenskir landsliðsmenn höfðu frumkvæði að því að finna sér erlend félög til að æfa með fram að mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í nóvember. Tímabilinu hjá íslensku landsliðsmönnunum Hannesi Þór Halldórssyni og Kára Árnasyni lauk í lok september en þá áttu þeir eftir að spila fjóra mikilvæga leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, staðfesti það að Valsmaðurinn og Víkingurinn hafa fundið sér félög í Englandi og Danmörku. „Kári er að fara til Englands og æfir þar fram að ferðinni í Tyrklandi. Ég veit ekki hvort ég má segja hjá hvaða klúbbi hann er svo ég ætla ekki að gera það. Hann mun fá varaliðsleiki þar og það er frábært. Hannes fer til Danmerkur og æfir með liði í efstu deild þar," sagði Freyr Alexandersson í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag en fótbolti.netsegir frá. Freyr er mjög ánægður með frumkvæði þessara reynslumiklu og mikilvægu leikmanna. „Þeir sýndu frumkvæði að þessu sjálfir. Það er langt síðan að við byrjuðum að skipuleggja þetta. Þetta kemur í gegnum þeirra tengslanet og þetta er frábær lausn. Þeir verða í góðu standi í nóvember,“ sagði Freyr. Hannes Þór Halldórsson spilaði í tvö ár í danska boltanum með Randers en hann hóf atvinnumannaferil sinn í Noregi og lauk honum í Aserbaídsjan. Kári Árnason kom aftur heim í Víking í sumar eftir fimmtán ára atvinnumennsku þar sem hann spilaði í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Svíþjóð, Kýpur og Tyrklandi. Kári lék í Englandi með PlymouthArgyle og Rotherham United en hann var hjá enskum félögum í fimm ár. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira
Tveir íslenskir landsliðsmenn höfðu frumkvæði að því að finna sér erlend félög til að æfa með fram að mikilvægum leikjum í undankeppni EM 2020 í nóvember. Tímabilinu hjá íslensku landsliðsmönnunum Hannesi Þór Halldórssyni og Kára Árnasyni lauk í lok september en þá áttu þeir eftir að spila fjóra mikilvæga leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, staðfesti það að Valsmaðurinn og Víkingurinn hafa fundið sér félög í Englandi og Danmörku. „Kári er að fara til Englands og æfir þar fram að ferðinni í Tyrklandi. Ég veit ekki hvort ég má segja hjá hvaða klúbbi hann er svo ég ætla ekki að gera það. Hann mun fá varaliðsleiki þar og það er frábært. Hannes fer til Danmerkur og æfir með liði í efstu deild þar," sagði Freyr Alexandersson í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag en fótbolti.netsegir frá. Freyr er mjög ánægður með frumkvæði þessara reynslumiklu og mikilvægu leikmanna. „Þeir sýndu frumkvæði að þessu sjálfir. Það er langt síðan að við byrjuðum að skipuleggja þetta. Þetta kemur í gegnum þeirra tengslanet og þetta er frábær lausn. Þeir verða í góðu standi í nóvember,“ sagði Freyr. Hannes Þór Halldórsson spilaði í tvö ár í danska boltanum með Randers en hann hóf atvinnumannaferil sinn í Noregi og lauk honum í Aserbaídsjan. Kári Árnason kom aftur heim í Víking í sumar eftir fimmtán ára atvinnumennsku þar sem hann spilaði í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Svíþjóð, Kýpur og Tyrklandi. Kári lék í Englandi með PlymouthArgyle og Rotherham United en hann var hjá enskum félögum í fimm ár.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira