Segir frá reynslu sinni sem atvinnumaður í fótbolta á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 10:30 Camille Bassett. Skjámynd/Youtube Camille Bassett ákvað að deila með öllum upplifun sinni af því að spila sem atvinnumaður á Íslandi en þessi 22 ára sóknarmaður lék með Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Camille Bassett fór yfir reynslu sína af Íslandi og íslenskum fótbolta í myndbandi sem hún setti síðan inn á Youtube. Hún hóf þó myndbandið á því að segja að hún væri ekki vön að gera svona því hingað til hefur hún aðeins setti tilþrifamyndbönd og myndbönd af ferðalögum inn á Youtube síðuna sína. „Ég var bara á Íslandi í þrjá mánuði en þetta voru fyrstu kynni mín af atvinnumennsku sem og að ég fór til útlanda í fyrsta sinn,“ sagði Camille Bassett sem ákvað að henda í myndband í stað þess að vera að svara alltaf sömu spurningunum aftur og aftur. „Ég ákvað að tala um það sem mér fannst áhugaverðast og kannski getur þessi reynsla mín hjálpað ykkur sem eru að pæla í því að reyna fyrir ykkur sem atvinnumenn í fótbolta í Evrópu einhvern daginn,“ sagði Camille. Camille ræðir fyrst tungumálið og segir að það hafi ráðið miklu um hverjar urðu vinkonur hennar því það voru þær sem töluðu ensku við hana. „Ég reyndi að læra íslensku en það var alltof erfitt. Íslenskan er fallegt tungumál en mjög ólíkt ensku. Ég var bara í þrjá mánuði og lærði ekki mörg orð,“ sagði Camille. „Liðsfélagar mínir töluðu ensku en allar æfingarnar fóru fram á íslensku. Ég þurfti því að elta hinar stelpurnar eða spyrja þær hvað væri í gangi,“ sagði Camille sem viðurkennir að hafa oft ekki vitað hvað væri í gangi á æfingunni. Þjálfararnir voru greinilega ekkert að hafa áhyggjur af því að það skyldu ekki allar það sem þeir voru að segja.Skjámynd/YoutubeCamille saknaði líka að hafa sjúkraþjálfara á öllum æfingum og að það var allt í einu á hennar herðum að passa upp á líkamann sinn eftir æfingar. Hún var óvön því enda þegar hún spilaði í bandaríska háskólaboltanum þá var sjúkraþjálfari á öllum æfingum. „Hvað varðar fótboltann sjálfan þá var hann hraðari og harðari en ég var vön. Leikmenn voru líka með meiri tækni en ég er vön. Ég veit ekki hvort að þetta sé hinn dæmigerði evrópski fótbolti eða hvort að þetta sé bara íslenskur fótbolti en það var krafan að allir leikmenn áttu að reyna að komast fram hjá tveimur eða þremur leikmönnum,“ sagði Camille og bætti við: „Þetta var skrítið fyrir mig því ég vön því að senda boltann og spila í fáum snertingum. Þetta þvingaði mig til að læra meiri tækni en það er minn veikasti hlekkur sem fótboltakona,“ sagði Camille. Hún var mikið á varamannabekknum og nefnir það sérstaklega að varamennirnir hafi ekki fengið að hita upp með byrjunarliðinu. Í bandaríska háskólafótboltanum eru fleiri en þrjár skiptingar og þar geta leikmenn farið inn og út af vellinum eins og í körfubolta og handbolta. Camille Bassett kom til Stjörnunnar um mitt sumar og náði að spila átta leiki með liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Hún var þó aðeins í byrjunarliðinu í þremur leikjum, fyrsta leiknum eftir að hún kom og svo í tveimur síðustu leikjunum. Camille Bassett náði ekki að skora í Pepsi Max deildinni og átti heldur ekki stoðsendingu. Í lok myndbandsins fer hún yfir bæði það neikvæða og jákvæða við það að spila á Íslandi. „Það var mjög góð reynsla fyrir mig að spila mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður á Íslandi,“ sagði Camille. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Camille Bassett ákvað að deila með öllum upplifun sinni af því að spila sem atvinnumaður á Íslandi en þessi 22 ára sóknarmaður lék með Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Camille Bassett fór yfir reynslu sína af Íslandi og íslenskum fótbolta í myndbandi sem hún setti síðan inn á Youtube. Hún hóf þó myndbandið á því að segja að hún væri ekki vön að gera svona því hingað til hefur hún aðeins setti tilþrifamyndbönd og myndbönd af ferðalögum inn á Youtube síðuna sína. „Ég var bara á Íslandi í þrjá mánuði en þetta voru fyrstu kynni mín af atvinnumennsku sem og að ég fór til útlanda í fyrsta sinn,“ sagði Camille Bassett sem ákvað að henda í myndband í stað þess að vera að svara alltaf sömu spurningunum aftur og aftur. „Ég ákvað að tala um það sem mér fannst áhugaverðast og kannski getur þessi reynsla mín hjálpað ykkur sem eru að pæla í því að reyna fyrir ykkur sem atvinnumenn í fótbolta í Evrópu einhvern daginn,“ sagði Camille. Camille ræðir fyrst tungumálið og segir að það hafi ráðið miklu um hverjar urðu vinkonur hennar því það voru þær sem töluðu ensku við hana. „Ég reyndi að læra íslensku en það var alltof erfitt. Íslenskan er fallegt tungumál en mjög ólíkt ensku. Ég var bara í þrjá mánuði og lærði ekki mörg orð,“ sagði Camille. „Liðsfélagar mínir töluðu ensku en allar æfingarnar fóru fram á íslensku. Ég þurfti því að elta hinar stelpurnar eða spyrja þær hvað væri í gangi,“ sagði Camille sem viðurkennir að hafa oft ekki vitað hvað væri í gangi á æfingunni. Þjálfararnir voru greinilega ekkert að hafa áhyggjur af því að það skyldu ekki allar það sem þeir voru að segja.Skjámynd/YoutubeCamille saknaði líka að hafa sjúkraþjálfara á öllum æfingum og að það var allt í einu á hennar herðum að passa upp á líkamann sinn eftir æfingar. Hún var óvön því enda þegar hún spilaði í bandaríska háskólaboltanum þá var sjúkraþjálfari á öllum æfingum. „Hvað varðar fótboltann sjálfan þá var hann hraðari og harðari en ég var vön. Leikmenn voru líka með meiri tækni en ég er vön. Ég veit ekki hvort að þetta sé hinn dæmigerði evrópski fótbolti eða hvort að þetta sé bara íslenskur fótbolti en það var krafan að allir leikmenn áttu að reyna að komast fram hjá tveimur eða þremur leikmönnum,“ sagði Camille og bætti við: „Þetta var skrítið fyrir mig því ég vön því að senda boltann og spila í fáum snertingum. Þetta þvingaði mig til að læra meiri tækni en það er minn veikasti hlekkur sem fótboltakona,“ sagði Camille. Hún var mikið á varamannabekknum og nefnir það sérstaklega að varamennirnir hafi ekki fengið að hita upp með byrjunarliðinu. Í bandaríska háskólafótboltanum eru fleiri en þrjár skiptingar og þar geta leikmenn farið inn og út af vellinum eins og í körfubolta og handbolta. Camille Bassett kom til Stjörnunnar um mitt sumar og náði að spila átta leiki með liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Hún var þó aðeins í byrjunarliðinu í þremur leikjum, fyrsta leiknum eftir að hún kom og svo í tveimur síðustu leikjunum. Camille Bassett náði ekki að skora í Pepsi Max deildinni og átti heldur ekki stoðsendingu. Í lok myndbandsins fer hún yfir bæði það neikvæða og jákvæða við það að spila á Íslandi. „Það var mjög góð reynsla fyrir mig að spila mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður á Íslandi,“ sagði Camille. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira