„Og í einhverjum tilfellum án þess að að viðskiptavinirnir viti er ljósleiðaraboxið fjarlægt. Okkur finnst mjög mikilvægt að menn hætti þessu. Frá árinu 2015 höfum við lagt tvo ljósleiðaraþræði í allar íbúðir til þess að samkeppnisaðili get sett upp ljósleiðaraboxið við hliðina á okkar,“ segir Erling Freyr.
Gagnaveitan hafi því byrjað söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafi orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði Gagnaveitunnar og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR.
„Það er mikil harka á fjarskiptamarkaði. Það er mikið um alls konar tilboð og við viljum hafa það þannig ef fólk vill flakka á milli fjarskiptafélaga að það þurfi ekki að fá uppsetningu inn á heimilið í hvert skipti,“ segir Erling Freyr.
Í dag séu tveir ljósleiðaraþræðir á flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu og fólk eigi að ráða því sjálft hvort það vilji hafa eitt eða fleiri ljósleiðarabox inni á heimilum sínum.
„Það er betra að hafa bæði boxin. Það er betra fyrir alla upp á framtíðina. Það sem skiptir miklu máli núna er að Póst- og fjarskiptastofnun kom út með ákvörðun fyrir nokkrum vikum sem tók á því að það væri bannað þegar heimili hefur tvo þræði að taka hinn úr sambandi. Þess vegna erum við að ræða þetta núna,“ segir Erling Freyr Guðmundsson.
Vísir er í eigu Sýnar sem á fjarskiptafélagið Vodafone.
