Blikastelpurnar spila ekki á Parc des Princes heldur hinum megin við götuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 17:15 Alexandra Jóhannsdóttir og félagar mæta PSG í Meistaradeildinni í kvöld. Vísir/Bára Breiðablikskonur eru staddar í Parísarborg þar sem þær mæta heimakonum í stórliði Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Breiðablik fær þó ekki að spila á heimavelli karlaliðs Paris Saint-Germain sem heitir Parc des Princes og er einn allra frægasti knattspyrnuvöllur Frakklands. Kvennalið Paris Saint-Germain er nefnilega með sinn eigin heimavöll við hliðina Parc des Princes í sextánda hverfi Parísar. Leikvangurinn sem stelpurnar spila á í kvöld heitir Stade Jean-Bouin og upphaflega rúgbú-völlur. Hann tekur tuttugu þúsund manns í sæti eftir að hann var endurbyggður árið 2013. Hann er hreinlega hinum megin við götuna við Parc des Princes eins og sjá má á þessari Google mynd hér fyrir neðan.Skjámynd/Google MapsRúgbý-liðið Stade Français og fótboltaliðið Red Star FC, sem er það annað elsta í Frakklandi, eru bæði með leikvanginn sem sinn heimavöll. Leikvangurinn verður einnig notaður á Ólympíuleikunum árið 2024 en þar mun fara fram rúgbý keppni leikanna. Kvennalið Paris Saint-Germain hefur spilað á Stade Jean-Bouin leikvanginum frá því í fyrra en þar á undan spilaði liðið á hinum ýmsu völlum í París. Franska liðið spilaði á Parc des Princes í átta liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2016-17 en hafði þá byrjað keppnina á Stade Sébastien Charléty sem er þekktastur sem frjálsíþróttavöllur en tekur tuttugu þúsund manns. Stade Jean-Bouin leikvangurinn hefur verið til frá árinu 1925 og var nefndur eftir Jean Bouin sem hafði unnið silfur í 5000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912. Leikur Paris Saint-Germain og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 í kvöld en þar verður á brattann að sækja eftir 4-0 sigur franska liðsins í fyrri leiknum í Kópavogi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira
Breiðablikskonur eru staddar í Parísarborg þar sem þær mæta heimakonum í stórliði Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Breiðablik fær þó ekki að spila á heimavelli karlaliðs Paris Saint-Germain sem heitir Parc des Princes og er einn allra frægasti knattspyrnuvöllur Frakklands. Kvennalið Paris Saint-Germain er nefnilega með sinn eigin heimavöll við hliðina Parc des Princes í sextánda hverfi Parísar. Leikvangurinn sem stelpurnar spila á í kvöld heitir Stade Jean-Bouin og upphaflega rúgbú-völlur. Hann tekur tuttugu þúsund manns í sæti eftir að hann var endurbyggður árið 2013. Hann er hreinlega hinum megin við götuna við Parc des Princes eins og sjá má á þessari Google mynd hér fyrir neðan.Skjámynd/Google MapsRúgbý-liðið Stade Français og fótboltaliðið Red Star FC, sem er það annað elsta í Frakklandi, eru bæði með leikvanginn sem sinn heimavöll. Leikvangurinn verður einnig notaður á Ólympíuleikunum árið 2024 en þar mun fara fram rúgbý keppni leikanna. Kvennalið Paris Saint-Germain hefur spilað á Stade Jean-Bouin leikvanginum frá því í fyrra en þar á undan spilaði liðið á hinum ýmsu völlum í París. Franska liðið spilaði á Parc des Princes í átta liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2016-17 en hafði þá byrjað keppnina á Stade Sébastien Charléty sem er þekktastur sem frjálsíþróttavöllur en tekur tuttugu þúsund manns. Stade Jean-Bouin leikvangurinn hefur verið til frá árinu 1925 og var nefndur eftir Jean Bouin sem hafði unnið silfur í 5000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912. Leikur Paris Saint-Germain og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 í kvöld en þar verður á brattann að sækja eftir 4-0 sigur franska liðsins í fyrri leiknum í Kópavogi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira