Neymar reyndi að koma sér frá Frakklandi í sumar en Parísarliðið og spænsku meistararnir í Barcelona náðu ekki saman um kaupverð áður en félagaskiptaglugganum lokaði.
„Ég trúi á Neymar en hann þarf að fara frá PSG. Það er ástæðan fyrir því að hann vildi fara í sumar. PSG er frábært félag en ekki á sama stigi og Neymar,“ sagði Rivaldo.
„Allir tala um Barcelona, Real Madrid og sum félög frá Englandi og Þýskalandi en hann verður að fara til féalgs sem er með sögu í Meistaradeildinni.“
Rivaldo explains why Neymar must leave PSG to become world's best playerhttps://t.co/kKfRBs4L8lpic.twitter.com/RLELc9hNwU
— Mirror Football (@MirrorFootball) October 30, 2019
„Ef hann vinnur Meistaradeildina og verður heimsmeistari þá verður auðvitað að verða leikmaður í heimi,“ sagði Rivaldo.
Rivaldo, sem skoraði 35 mörk í 75 leikjum fyrir brasilíska landsliðið frá 1993 til 2003, líkir Neymar við aðra stórstjörnu frá Brasilíu, Ronaldinho.
„Hann verður að gera eins og Ronaldinho. Ronaldo fór frá PSG til þess að koma til Barcelona svo hann gæti orðið besti leikmaður í heimi. Ég held að Neymar hafi gert mistök að fara til PSG.“
„Hann er þó bara 27 ára og það er nóg framundan. Hann fór nánast á þessu ári og ég held að hann fari í næsta glugga og verði besti leikmaður í heimi,“ sagði Rivaldo.