Björn Bergmann hefur verið að glíma við mikil meiðsli á leiktíðinni en var í byrjunarliði Rostov í dag sem og Ragnar Sigurðsson.
Skagamaðurinn kom Rostov yfir á 7. mínútu en tvö mörk frá gestunum frá Tambov í síðari hálfleik tryggði þeim stigin þrjú.
Моменты первого тайма pic.twitter.com/zFaHuSRh23
— Football Club Rostov (@rostovfc) November 9, 2019
Björn Bergmann fór af velli á 77. mínútu en Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn í miðri vörn Rostov.
Rostov er í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, þremur stigum á eftir Zenit, en Tambov er í næst neðsta sætinu svo tapið var afar slæmt.