Vita að þeir geta sótt þrjú stig Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. nóvember 2019 07:45 Erik Hamrén segist fylgjast með yngri landsliðum Íslands í von um að stækka hópinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Erik Hamrén tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn þjálfarateymið hefði valið fyrir næsta verkefni karlalandsliðsins. Fram undan eru lokaleikir Íslands í H-riðli undankeppni Evrópumótsins 2020 gegn Tyrklandi og Moldóvu ytra og kemur liðið saman til æfinga í Antalya á mánudaginn þar sem það hefur dvalið í aðdraganda síðustu leikja Íslands gegn Tyrklandi. „Við vitum það auðvitað að möguleikinn er að seinni leikurinn muni ekki skipta öllu máli en fyrst og fremst þurfum við að vinna Tyrkina til að halda möguleikum okkar opnum fyrir lokaumferðin. Að miði á Evrópumótið sé enn í boði fyrir lokaumferðina. Ef okkur tekst ekki að vinna Tyrki, þá förum við að skoða næstu skref en við erum alls ekki af baki dottnir. Fyrst og fremst erum við að einblína á Tyrkland,“ sagði Hamrén, aðspurður út í sérkennilegan undirbúning þar sem allt verður undir í fyrri leiknum og að örlög Íslands séu ekki í þeirra höndum. „Tyrkir eru með frábært lið og þetta verður erfitt, þeir hafa aðeins fengið þrjú mörk á sig í allri undankeppninni. Þeir hafa náð frábærum úrslitum eftir að hafa kosið að treysta á styrkleika liðsheildarinnar og tekist að skapa góða blöndu í tyrkneska liðinu sem hefur oft vantað. Á sama tíma vita strákarnir sem hafa mætt Tyrkjum áður að það er hægt að vinna Tyrkina á útivelli sem auðveldar undirbúninginn.“ Líkt og einkennt hefur flest landsliðsverkefni undir stjórn Eriks Hamrén eru lykilleikmenn fjarverandi vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson gátu ekki gefið kost á sér vegna meiðsla frekar en Albert Guðmundsson en aðrir eru klárir í slaginn. Út úr hópnum detta tveir reynsluboltar með 161 leik á bakinu í Birki Má Sævarssyni og Emil Hallfreðssyni. Inn í þeirra stað koma Hörður Björgvin Magnússon og Mikael Neville Anderson frá síðasta landsliðshóp. Þá kemur Rúnar Alex Rúnarsson aftur inn í hópinn fyrir Ingvar Jónsson. „Það er mjög jákvætt að Birkir Bjarnason sé kominn með félagslið og farinn að spila, fjarveru Emils má rekja til þess að hann er enn án félags. Það kemur sá tími sem leikmenn verða að finna sér félag til að æfa með og leika. Ég gleðst fyrir hönd Birkis og okkar en auðvitað eru vonbrigði að Emil sé ekki kominn með félag. Emil er frábær leikmaður og hefur sýnt það áður, hann byrjaði gegn Tyrkjum í sumar og átti frábæran leik þar,“ sagði Hamrén, aðspurður hvort hann væri feginn því að Birkir væri farinn að leika með félagsliði og út í fjarveru Emils. Er þetta í fyrsta sinn sem Mikael er valinn í landsliðshópinn hjá Hamrén en þessi 21 árs gamli leikmaður Midtjylland lék fyrsta leik sinn fyrir Ísland í æfingaleik gegn Indónesíu í ársbyrjun 2018. „Við höfum fylgst vandlega með Mikael, bæði hjá U21 og í dönsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur leikið vel. Hann færir liðinu öðruvísi hæfileika og gæti reynst íslenska liðinu mjög mikilvægur í framtíðinni. Hann fær tækifæri til að sýna sig og sanna í þessu verkefni. Ég hef rætt við hann en fæ betra tækifæri til þess núna,“ sagði Hamrén sem segist fylgjast vandlega með yngri landsliðum Íslands. „Við vitum af spennandi leikmönnum í yngri landsliðunum sem gætu átt bjarta framtíð en við þurfum fyrst og fremst að hugsa um að vinna næstu leiki og komast á Evrópumótið.“ Í undankeppninni hefur Hamrén iðulega þurft að breyta leikmannahópnum á síðustu stundu vegna meiðsla í lokaleikjum félagsliðanna fyrir landsleiki. Hann sagði lítið vera hægt að gera í því, aðspurður hvort hann myndi krossleggja fingur þegar hann fylgdist með leikjum helgarinnar. „Þannig er líf landsliðsþjálfarans, við fylgjumst vandlega með um helgina. Ég vona að við séum búnir að taka út okkar skammt,“ sagði Hamrén léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Fleiri fréttir Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Sjá meira
Erik Hamrén tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn þjálfarateymið hefði valið fyrir næsta verkefni karlalandsliðsins. Fram undan eru lokaleikir Íslands í H-riðli undankeppni Evrópumótsins 2020 gegn Tyrklandi og Moldóvu ytra og kemur liðið saman til æfinga í Antalya á mánudaginn þar sem það hefur dvalið í aðdraganda síðustu leikja Íslands gegn Tyrklandi. „Við vitum það auðvitað að möguleikinn er að seinni leikurinn muni ekki skipta öllu máli en fyrst og fremst þurfum við að vinna Tyrkina til að halda möguleikum okkar opnum fyrir lokaumferðin. Að miði á Evrópumótið sé enn í boði fyrir lokaumferðina. Ef okkur tekst ekki að vinna Tyrki, þá förum við að skoða næstu skref en við erum alls ekki af baki dottnir. Fyrst og fremst erum við að einblína á Tyrkland,“ sagði Hamrén, aðspurður út í sérkennilegan undirbúning þar sem allt verður undir í fyrri leiknum og að örlög Íslands séu ekki í þeirra höndum. „Tyrkir eru með frábært lið og þetta verður erfitt, þeir hafa aðeins fengið þrjú mörk á sig í allri undankeppninni. Þeir hafa náð frábærum úrslitum eftir að hafa kosið að treysta á styrkleika liðsheildarinnar og tekist að skapa góða blöndu í tyrkneska liðinu sem hefur oft vantað. Á sama tíma vita strákarnir sem hafa mætt Tyrkjum áður að það er hægt að vinna Tyrkina á útivelli sem auðveldar undirbúninginn.“ Líkt og einkennt hefur flest landsliðsverkefni undir stjórn Eriks Hamrén eru lykilleikmenn fjarverandi vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson gátu ekki gefið kost á sér vegna meiðsla frekar en Albert Guðmundsson en aðrir eru klárir í slaginn. Út úr hópnum detta tveir reynsluboltar með 161 leik á bakinu í Birki Má Sævarssyni og Emil Hallfreðssyni. Inn í þeirra stað koma Hörður Björgvin Magnússon og Mikael Neville Anderson frá síðasta landsliðshóp. Þá kemur Rúnar Alex Rúnarsson aftur inn í hópinn fyrir Ingvar Jónsson. „Það er mjög jákvætt að Birkir Bjarnason sé kominn með félagslið og farinn að spila, fjarveru Emils má rekja til þess að hann er enn án félags. Það kemur sá tími sem leikmenn verða að finna sér félag til að æfa með og leika. Ég gleðst fyrir hönd Birkis og okkar en auðvitað eru vonbrigði að Emil sé ekki kominn með félag. Emil er frábær leikmaður og hefur sýnt það áður, hann byrjaði gegn Tyrkjum í sumar og átti frábæran leik þar,“ sagði Hamrén, aðspurður hvort hann væri feginn því að Birkir væri farinn að leika með félagsliði og út í fjarveru Emils. Er þetta í fyrsta sinn sem Mikael er valinn í landsliðshópinn hjá Hamrén en þessi 21 árs gamli leikmaður Midtjylland lék fyrsta leik sinn fyrir Ísland í æfingaleik gegn Indónesíu í ársbyrjun 2018. „Við höfum fylgst vandlega með Mikael, bæði hjá U21 og í dönsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur leikið vel. Hann færir liðinu öðruvísi hæfileika og gæti reynst íslenska liðinu mjög mikilvægur í framtíðinni. Hann fær tækifæri til að sýna sig og sanna í þessu verkefni. Ég hef rætt við hann en fæ betra tækifæri til þess núna,“ sagði Hamrén sem segist fylgjast vandlega með yngri landsliðum Íslands. „Við vitum af spennandi leikmönnum í yngri landsliðunum sem gætu átt bjarta framtíð en við þurfum fyrst og fremst að hugsa um að vinna næstu leiki og komast á Evrópumótið.“ Í undankeppninni hefur Hamrén iðulega þurft að breyta leikmannahópnum á síðustu stundu vegna meiðsla í lokaleikjum félagsliðanna fyrir landsleiki. Hann sagði lítið vera hægt að gera í því, aðspurður hvort hann myndi krossleggja fingur þegar hann fylgdist með leikjum helgarinnar. „Þannig er líf landsliðsþjálfarans, við fylgjumst vandlega með um helgina. Ég vona að við séum búnir að taka út okkar skammt,“ sagði Hamrén léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Fleiri fréttir Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Sjá meira