Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 15:00 Erik Hamrén eftir sigur á Tyrkjum í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum. Getty/Oliver Hardt Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór komandi leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 en íslenska liðið verður að vinna tvo síðustu leiki sína á móti Tyrklandi og Moldóvu til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Erik Hamrén valdi hópinn í dag og þar er enginn Emil Hallfreðsson að þessu sinni. Emil hefur verið í landsliðinu að undanförnu þrátt fyrir að vera án liðs en Erik Hamrén segir það ekki ganga endalaust. Guðjón Guðmundsson setti saman frétt með viðtali við Erik Hamrén sem tekið var á blaðamannafundi þjálfara landsliðsins í dag. Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu vegna meiðsla ekki frekar en Aron Einar Gunnarsson. Erik Hamrén var spurður út í fjarveru Emils. „Eins og ég sagði í sumar þá verður það vandamál ef hann finnur sér ekki lið. Það var líka þannig með Birki. Það er ekki hægt fyrir leikmann að vera í formi til að spila landsleiki ef hann er ekki að æfa og spila. Þetta var í lagi í september og október þar sem hann hjálpaði liðinu en þetta gengur ekki upp í svona langan tíma,“ sagði Erik Hamrén. Leikirnir eru á móti Tyrklandi í Istanbul 14. nóvember og á móti Moldóvum þremur dögum síðar. Þetta eru leikir sem verða að vinnast ætli íslenska liðið sér í lokakeppni EM. „Það er áhugaverð áskorun að spila í Istanbul og á þessum velli. Þetta verður eitthvað,“ sagði Erik Hamrén. „Ég hef stýrt liðum í Tyrklandi og þar er frábært andrúmsloft. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en um leið mjög áhugaverð áskorun. Ég vona að við tökumst á við hana og sýnum hvað við getum. Við verðum að gera okkar allra besta til að vinna og það er markmiðið að vinna þennan leik. Þar liggur eini möguleiki okkar, að vinna leikinn við Tyrki og þá ræðst þetta allt í lokaumferðinni,“ sagði Erik Hamrén. Íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á Tyrklandi þegar þjóðirnar mættust síðast úti og svo 2-1 sigur í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum í júní. „Það var magnað að vinna þá 3-0 úti en Tyrkir eru með allt annað lið í dag. Þeim hefur tekist að setja saman mjög góða blöndu af leikmönnum og þeir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í allri undankeppninni þar af tvö þeirra í fyrri leiknum við okkur,“ sagði Erik Hamrén. „Þeir eru með mjög sterkt lið sem hefur ekki enn fengið á sig mark í opnum leik. Úrslitin í fyrri leiknum sýna okkur það að við getum unnið þá og ég vona að það takist hjá okkur aftur,“ sagði Erik Hamrén. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun EM 2020 í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór komandi leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 en íslenska liðið verður að vinna tvo síðustu leiki sína á móti Tyrklandi og Moldóvu til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Erik Hamrén valdi hópinn í dag og þar er enginn Emil Hallfreðsson að þessu sinni. Emil hefur verið í landsliðinu að undanförnu þrátt fyrir að vera án liðs en Erik Hamrén segir það ekki ganga endalaust. Guðjón Guðmundsson setti saman frétt með viðtali við Erik Hamrén sem tekið var á blaðamannafundi þjálfara landsliðsins í dag. Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu vegna meiðsla ekki frekar en Aron Einar Gunnarsson. Erik Hamrén var spurður út í fjarveru Emils. „Eins og ég sagði í sumar þá verður það vandamál ef hann finnur sér ekki lið. Það var líka þannig með Birki. Það er ekki hægt fyrir leikmann að vera í formi til að spila landsleiki ef hann er ekki að æfa og spila. Þetta var í lagi í september og október þar sem hann hjálpaði liðinu en þetta gengur ekki upp í svona langan tíma,“ sagði Erik Hamrén. Leikirnir eru á móti Tyrklandi í Istanbul 14. nóvember og á móti Moldóvum þremur dögum síðar. Þetta eru leikir sem verða að vinnast ætli íslenska liðið sér í lokakeppni EM. „Það er áhugaverð áskorun að spila í Istanbul og á þessum velli. Þetta verður eitthvað,“ sagði Erik Hamrén. „Ég hef stýrt liðum í Tyrklandi og þar er frábært andrúmsloft. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en um leið mjög áhugaverð áskorun. Ég vona að við tökumst á við hana og sýnum hvað við getum. Við verðum að gera okkar allra besta til að vinna og það er markmiðið að vinna þennan leik. Þar liggur eini möguleiki okkar, að vinna leikinn við Tyrki og þá ræðst þetta allt í lokaumferðinni,“ sagði Erik Hamrén. Íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á Tyrklandi þegar þjóðirnar mættust síðast úti og svo 2-1 sigur í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum í júní. „Það var magnað að vinna þá 3-0 úti en Tyrkir eru með allt annað lið í dag. Þeim hefur tekist að setja saman mjög góða blöndu af leikmönnum og þeir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í allri undankeppninni þar af tvö þeirra í fyrri leiknum við okkur,“ sagði Erik Hamrén. „Þeir eru með mjög sterkt lið sem hefur ekki enn fengið á sig mark í opnum leik. Úrslitin í fyrri leiknum sýna okkur það að við getum unnið þá og ég vona að það takist hjá okkur aftur,“ sagði Erik Hamrén. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira