Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 15:04 Play leitar ekki lengur að rauðklæddum leikfélögum. Play Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ákveðið að ráða enga „leikfélaga“ eins og til stóð, heldur reiða sig frekar á „þjónustuhetjur.“ Play var kynnt til leiks í gær og hefur þegar hafið leit að starfsfólki. Upplýsingafulltrúi flugfélagsins, María Margrét Jóhannsdóttir, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir að ráðið verði í um 200 stöðugildi á næstu mánuðum. Nú þegar, sólarhring eftir að opnað var fyrir umsóknir, hafi næstum 1000 manns sótt um starf hjá Play.Athygli vöktu starfsheitin sem bitist er um hjá flugfélaginu. Til að mynda leitar Play að „söluséní,“ „markaðsgúrú,“ „orðsnillingum“ og „talnaglöggvurum.“ Þeir fjölmiðlar sem gerðu sér mat úr starfsheitunum í gær settu hins vegar flestir leitina að „leikfélögum“ í fyrirsagnir sínar.Lýsing á starfi leikfélaga sem Play birti í gær.Ætla má að fjölmiðafólki hafi þótt það áhugaverðast enda eru „leikfélagar“ eitthvað sem til þessa hefur helst mátt finna á blöðum tímaritsins Playboy, enda eru forsíðustúlkur þess kallaðar „Playboy Playmates.“ Nú er hins vegar enga leikfélaga að finna á umsóknarsíðu flugfélagsins. Leikfélögum Play var ætlað að „ræða við viðskiptavini á samfélagsmiðlum, í pósti og á netspjalli“ og gegna þannig hlutverki þess sem kalla mætti þjónustufulltrúa. Nú er það hlutskipti ætlað „þjónustuhetjum.“ Upplýsingafulltrúinn María Margrét segir að starfsheitabreytinguna megi líklega rekja til þess að „leikfélagi“ þótti ekki lýsa starfinu nógu vel. „Þjónustuhetja lýsir klárlega betur innihaldi starfsins,“ segir María. Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ákveðið að ráða enga „leikfélaga“ eins og til stóð, heldur reiða sig frekar á „þjónustuhetjur.“ Play var kynnt til leiks í gær og hefur þegar hafið leit að starfsfólki. Upplýsingafulltrúi flugfélagsins, María Margrét Jóhannsdóttir, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir að ráðið verði í um 200 stöðugildi á næstu mánuðum. Nú þegar, sólarhring eftir að opnað var fyrir umsóknir, hafi næstum 1000 manns sótt um starf hjá Play.Athygli vöktu starfsheitin sem bitist er um hjá flugfélaginu. Til að mynda leitar Play að „söluséní,“ „markaðsgúrú,“ „orðsnillingum“ og „talnaglöggvurum.“ Þeir fjölmiðlar sem gerðu sér mat úr starfsheitunum í gær settu hins vegar flestir leitina að „leikfélögum“ í fyrirsagnir sínar.Lýsing á starfi leikfélaga sem Play birti í gær.Ætla má að fjölmiðafólki hafi þótt það áhugaverðast enda eru „leikfélagar“ eitthvað sem til þessa hefur helst mátt finna á blöðum tímaritsins Playboy, enda eru forsíðustúlkur þess kallaðar „Playboy Playmates.“ Nú er hins vegar enga leikfélaga að finna á umsóknarsíðu flugfélagsins. Leikfélögum Play var ætlað að „ræða við viðskiptavini á samfélagsmiðlum, í pósti og á netspjalli“ og gegna þannig hlutverki þess sem kalla mætti þjónustufulltrúa. Nú er það hlutskipti ætlað „þjónustuhetjum.“ Upplýsingafulltrúinn María Margrét segir að starfsheitabreytinguna megi líklega rekja til þess að „leikfélagi“ þótti ekki lýsa starfinu nógu vel. „Þjónustuhetja lýsir klárlega betur innihaldi starfsins,“ segir María.
Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25
Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15