Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 15:04 Play leitar ekki lengur að rauðklæddum leikfélögum. Play Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ákveðið að ráða enga „leikfélaga“ eins og til stóð, heldur reiða sig frekar á „þjónustuhetjur.“ Play var kynnt til leiks í gær og hefur þegar hafið leit að starfsfólki. Upplýsingafulltrúi flugfélagsins, María Margrét Jóhannsdóttir, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir að ráðið verði í um 200 stöðugildi á næstu mánuðum. Nú þegar, sólarhring eftir að opnað var fyrir umsóknir, hafi næstum 1000 manns sótt um starf hjá Play.Athygli vöktu starfsheitin sem bitist er um hjá flugfélaginu. Til að mynda leitar Play að „söluséní,“ „markaðsgúrú,“ „orðsnillingum“ og „talnaglöggvurum.“ Þeir fjölmiðlar sem gerðu sér mat úr starfsheitunum í gær settu hins vegar flestir leitina að „leikfélögum“ í fyrirsagnir sínar.Lýsing á starfi leikfélaga sem Play birti í gær.Ætla má að fjölmiðafólki hafi þótt það áhugaverðast enda eru „leikfélagar“ eitthvað sem til þessa hefur helst mátt finna á blöðum tímaritsins Playboy, enda eru forsíðustúlkur þess kallaðar „Playboy Playmates.“ Nú er hins vegar enga leikfélaga að finna á umsóknarsíðu flugfélagsins. Leikfélögum Play var ætlað að „ræða við viðskiptavini á samfélagsmiðlum, í pósti og á netspjalli“ og gegna þannig hlutverki þess sem kalla mætti þjónustufulltrúa. Nú er það hlutskipti ætlað „þjónustuhetjum.“ Upplýsingafulltrúinn María Margrét segir að starfsheitabreytinguna megi líklega rekja til þess að „leikfélagi“ þótti ekki lýsa starfinu nógu vel. „Þjónustuhetja lýsir klárlega betur innihaldi starfsins,“ segir María. Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ákveðið að ráða enga „leikfélaga“ eins og til stóð, heldur reiða sig frekar á „þjónustuhetjur.“ Play var kynnt til leiks í gær og hefur þegar hafið leit að starfsfólki. Upplýsingafulltrúi flugfélagsins, María Margrét Jóhannsdóttir, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir að ráðið verði í um 200 stöðugildi á næstu mánuðum. Nú þegar, sólarhring eftir að opnað var fyrir umsóknir, hafi næstum 1000 manns sótt um starf hjá Play.Athygli vöktu starfsheitin sem bitist er um hjá flugfélaginu. Til að mynda leitar Play að „söluséní,“ „markaðsgúrú,“ „orðsnillingum“ og „talnaglöggvurum.“ Þeir fjölmiðlar sem gerðu sér mat úr starfsheitunum í gær settu hins vegar flestir leitina að „leikfélögum“ í fyrirsagnir sínar.Lýsing á starfi leikfélaga sem Play birti í gær.Ætla má að fjölmiðafólki hafi þótt það áhugaverðast enda eru „leikfélagar“ eitthvað sem til þessa hefur helst mátt finna á blöðum tímaritsins Playboy, enda eru forsíðustúlkur þess kallaðar „Playboy Playmates.“ Nú er hins vegar enga leikfélaga að finna á umsóknarsíðu flugfélagsins. Leikfélögum Play var ætlað að „ræða við viðskiptavini á samfélagsmiðlum, í pósti og á netspjalli“ og gegna þannig hlutverki þess sem kalla mætti þjónustufulltrúa. Nú er það hlutskipti ætlað „þjónustuhetjum.“ Upplýsingafulltrúinn María Margrét segir að starfsheitabreytinguna megi líklega rekja til þess að „leikfélagi“ þótti ekki lýsa starfinu nógu vel. „Þjónustuhetja lýsir klárlega betur innihaldi starfsins,“ segir María.
Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25
Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent