Auk Hlíðaskóla og Hagaskóli kepptu Vættaskóli, Klettaskóli, Seljaskóli, Fellaskóli, Austurbæjarskóli og Dalskóli í gær. Á mánudag komust Háteigsskóli og Árbæjarskóli áfram.
Alls taka 24 grunnskólar þátt í Skrekk í ár en átta þeirra munu keppa til úrslita þann 11. nóvember.
„Yfir 600 unglingar taka þátt í á frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, tónlist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu.
Dómnefnd í undanúrslitum skipa þau Greta Salóme, Donna Cruz, Ernesto Camilo, Viktor Örn Hjálmarsson og Sigfríður Björnsdóttir, formaður dómnefndar,“ segir í tilkynningu frá borginni.
