James Featherstone er umboðsmaður fyrir meðal annars Chris Smalling, sem er á láni hjá Roma frá Manchester United, og knattspyrnustjórans Gary Monk, sem er nú stjóri Sheffield Wednesday.
Featherstone sem er 39 ára gamall er sagður hafa ráðist á kaupsýslumann á krá þann 8. mars á þessu ári ásamt öðrum félaga sínum en þeir mættu fyrir dóm í gær.
Football agent James Featherstone, who represents stars like Chris Smalling and Garry Monk, sees case for 'nasty' attack in pub toilet sent to Crown Court https://t.co/9uCcAc0UeW
— MailOnline Sport (@MailSport) November 5, 2019
Árásin átti sér stað á klósetti krárinnar en þeir neituðu báðir sök er þeir mættu fyrir dóm í gær. Árásin, að sögn enskra fjölmiðla, var ansi groddaraleg.
Ekki fékkst niðurstaða í málið í gær og því var þar af leiðandi skotið til nánari skoðunar æðri dómstóla á Englandi sem skoða málið 3. desember.