Skúli hlakkar til að fara út í heim að leika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2019 11:43 Skúli Mogensen fangar áfanga fyrrverandi samstarfsmanna sinna. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag. Arnar Már Magnússon verður forstjóri hins nýja flugfélags en hann var á sínum tíma forsvarsmaður hjá WOW air. „Vil óska vinum mínum hjá Play innilega til hamingju með þennan áfanga!“ segir Skúli á Facebook. WOW air varð sem kunnugt er gjaldþrota í mars á þessu ári. Hann segist hlakka til að fara út í heim að leika og vísar þannig til nafnsins Play, sem vakið hefur mikla athygli. „Ég dáist að þrautsegju þeirra að hafa komist svona langt og veit hversu mögnuð þau eru! Hlakka til að fara út í heim að leika!! Til lukku Arnar Magnusson Sveinn Ingi Steinþórsson Jónína Guðmundsdóttir Daníel Snæbjörnsson Sonja Arnórs og Co!! Gangi ykkur sem allra best!“Vefsíðu ýtt úr vör Að Play flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum að því er fram kom í máli Arnars Más á blaðamannafundinum. Þau hafi lært af mistökum WOW og séu reynslunni ríkari. Play sé vel fjármagnað, 80 prósent fjármagnsins komi frá breskum fjárfestingarsjóði og hluti frá Íslenskum verðbréfum, og aðstandendur félagsins hafi hugsað vel um alla kostnaðarliði félagsins.Aðstandendur nýja flugfélagsins: Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson, Arnar Már Magnússon og Sveinn Ingi Steinþórsson.Vísir/VilhelmÖryggi verður í fyrirrúmi hjá hinu nýja félagi auk stundvísi, einfaldleika og hagstæðra verða. Þar að auki verður lögð áherslu á gleði að sögn Arnars, eins og nafnið Play ber með sér. Þrátt fyrir að Play sé komið vel á veg er það ekki 100% tilbúið, eins og Arnar komst að orði. Enn eigi eftir að útvega flugrekstrarleyfi, en það sé á lokastigum. Bókunarvél Play sé einnig svo gott sem tilbúin. Sem fyrr segir er búið að ýta vefsíðu flugfélagsins úr vör. Þar má nálgast nánari upplýsingar um Play; t.a.m. hvaða störf eru í boði. Skrái fólk sig á póstlista félagsins getur það jafnframt unnið einn af 1000 ókeypis flugmiðum, sem Play hyggst gefa. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum í Perlunni í dag, sem nálgast má hér. Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og fyrrverandi forstjóri WOW air, dáist að þrautsegju fyrrverandi samstarfsfólks hjá WOW air sem kynnti flugfélagið Play til leiks á blaðamannafundi í Perlunni í dag. Arnar Már Magnússon verður forstjóri hins nýja flugfélags en hann var á sínum tíma forsvarsmaður hjá WOW air. „Vil óska vinum mínum hjá Play innilega til hamingju með þennan áfanga!“ segir Skúli á Facebook. WOW air varð sem kunnugt er gjaldþrota í mars á þessu ári. Hann segist hlakka til að fara út í heim að leika og vísar þannig til nafnsins Play, sem vakið hefur mikla athygli. „Ég dáist að þrautsegju þeirra að hafa komist svona langt og veit hversu mögnuð þau eru! Hlakka til að fara út í heim að leika!! Til lukku Arnar Magnusson Sveinn Ingi Steinþórsson Jónína Guðmundsdóttir Daníel Snæbjörnsson Sonja Arnórs og Co!! Gangi ykkur sem allra best!“Vefsíðu ýtt úr vör Að Play flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum að því er fram kom í máli Arnars Más á blaðamannafundinum. Þau hafi lært af mistökum WOW og séu reynslunni ríkari. Play sé vel fjármagnað, 80 prósent fjármagnsins komi frá breskum fjárfestingarsjóði og hluti frá Íslenskum verðbréfum, og aðstandendur félagsins hafi hugsað vel um alla kostnaðarliði félagsins.Aðstandendur nýja flugfélagsins: Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guðmundsson, Arnar Már Magnússon og Sveinn Ingi Steinþórsson.Vísir/VilhelmÖryggi verður í fyrirrúmi hjá hinu nýja félagi auk stundvísi, einfaldleika og hagstæðra verða. Þar að auki verður lögð áherslu á gleði að sögn Arnars, eins og nafnið Play ber með sér. Þrátt fyrir að Play sé komið vel á veg er það ekki 100% tilbúið, eins og Arnar komst að orði. Enn eigi eftir að útvega flugrekstrarleyfi, en það sé á lokastigum. Bókunarvél Play sé einnig svo gott sem tilbúin. Sem fyrr segir er búið að ýta vefsíðu flugfélagsins úr vör. Þar má nálgast nánari upplýsingar um Play; t.a.m. hvaða störf eru í boði. Skrái fólk sig á póstlista félagsins getur það jafnframt unnið einn af 1000 ókeypis flugmiðum, sem Play hyggst gefa. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum í Perlunni í dag, sem nálgast má hér.
Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira