Seinni bylgjan: Þegar ÍBV var með peninga var gaman í Eyjum og enginn að kvarta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2019 11:32 Í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær var rætt um ummæli Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, á mbl.is eftir 14 marka tap Eyjakvenna fyrir Valskonum, 14-29. Þar gagnrýndi Sigurður þróunina í kvennaboltanum og sagði að í fót-, hand- og körfubolta væru bara tvö lið sem væru langbest. Hann sagði að kvennasportið væri að verða leiðinlegt og það væri stelpunum að kenna. „Þetta er hundleiðinlegt og kvennasportið er að verða svo leiðinlegt, þetta er í fótboltanum og körfunni. Það eru alltaf öll lið í uppbyggingu, við erum í uppbyggingu núna, um leið og einhverjar geta þá eru þær farnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta sé rosalega skemmtilegt, það eru tveir úrslitaleikir í fótboltanum, Breiðablik og Valur. Í körfunni ertu með Val og KR sem eru einu leikirnir sem skipta máli, í handboltanum eru þetta Fram og Valur, hvað er gaman að þessu? Svo er bara talað um uppbyggingu endalaust, þetta eru stelpurnar, þær eru að búa til leiðinlegt mót, það er ekkert varið í þetta. Skemmtilegast í mótinu núna er 3.-8. sætið, þar eru jöfn lið. Síðan eru allar í landsliðinu í hinum tveimur liðunum,“ sagði Sigurður. Halldór Sigfússon og Guðlaugur Arnarsson voru nokkuð hissa á ummælum Sigurðar. „ÍBV er ekki með peninga núna en hefur verið með peninga og fengið fullt af leikmönnum og þá var gaman í Eyjum. Þá var enginn að kvarta,“ sagði Halldór. Guðlaugur segir að þessi umræða sé ekki ný af nálinni. „Það er verið að vísa í það að stelpur hafi ekki nægilega mikinn metnað til að fara í lakari lið og fá að spila á fullu. Þær vilji fara í betri lið, vera á bekknum og vinna titla. Þetta er mögulega réttmæt gagnrýni,“ sagði Guðlaugur og benti þó á að það væri kannski ekki rétt að láta þessi ummæli falla eftir 19 marka tap. Halldór segir að launin skipti leikmenn ekki öllu, þeir hafi t.d. mikið til þess hversu góð umgjörðin hjá liðunum sé. „Stelpur velja oft að fara í ákveðið lið út af þjálfara eða umgjörð. Ég veit að Fram borgar ekki best í kvennaboltanum en stelpur fara þangað út af umgjörðinni. Það er hugsað vel um þær. Líka hjá Val; þótt Valsararnir séu þekktir fyrir að borga núna eru ekkert allir leikmennirnir á svaka launum. Gústi [Ágúst Jóhannsson] er frábær þjálfari og umgjörðin er góð. Það er það sem margar stelpur leita eftir þegar þær skoða félögin,“ sagði Halldór. „Því miður er of mikill munur í kvennasportinu á milli félaga. Þetta er jafnara í karlasportinu,“ bætti Halldór. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24 Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær var rætt um ummæli Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, á mbl.is eftir 14 marka tap Eyjakvenna fyrir Valskonum, 14-29. Þar gagnrýndi Sigurður þróunina í kvennaboltanum og sagði að í fót-, hand- og körfubolta væru bara tvö lið sem væru langbest. Hann sagði að kvennasportið væri að verða leiðinlegt og það væri stelpunum að kenna. „Þetta er hundleiðinlegt og kvennasportið er að verða svo leiðinlegt, þetta er í fótboltanum og körfunni. Það eru alltaf öll lið í uppbyggingu, við erum í uppbyggingu núna, um leið og einhverjar geta þá eru þær farnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta sé rosalega skemmtilegt, það eru tveir úrslitaleikir í fótboltanum, Breiðablik og Valur. Í körfunni ertu með Val og KR sem eru einu leikirnir sem skipta máli, í handboltanum eru þetta Fram og Valur, hvað er gaman að þessu? Svo er bara talað um uppbyggingu endalaust, þetta eru stelpurnar, þær eru að búa til leiðinlegt mót, það er ekkert varið í þetta. Skemmtilegast í mótinu núna er 3.-8. sætið, þar eru jöfn lið. Síðan eru allar í landsliðinu í hinum tveimur liðunum,“ sagði Sigurður. Halldór Sigfússon og Guðlaugur Arnarsson voru nokkuð hissa á ummælum Sigurðar. „ÍBV er ekki með peninga núna en hefur verið með peninga og fengið fullt af leikmönnum og þá var gaman í Eyjum. Þá var enginn að kvarta,“ sagði Halldór. Guðlaugur segir að þessi umræða sé ekki ný af nálinni. „Það er verið að vísa í það að stelpur hafi ekki nægilega mikinn metnað til að fara í lakari lið og fá að spila á fullu. Þær vilji fara í betri lið, vera á bekknum og vinna titla. Þetta er mögulega réttmæt gagnrýni,“ sagði Guðlaugur og benti þó á að það væri kannski ekki rétt að láta þessi ummæli falla eftir 19 marka tap. Halldór segir að launin skipti leikmenn ekki öllu, þeir hafi t.d. mikið til þess hversu góð umgjörðin hjá liðunum sé. „Stelpur velja oft að fara í ákveðið lið út af þjálfara eða umgjörð. Ég veit að Fram borgar ekki best í kvennaboltanum en stelpur fara þangað út af umgjörðinni. Það er hugsað vel um þær. Líka hjá Val; þótt Valsararnir séu þekktir fyrir að borga núna eru ekkert allir leikmennirnir á svaka launum. Gústi [Ágúst Jóhannsson] er frábær þjálfari og umgjörðin er góð. Það er það sem margar stelpur leita eftir þegar þær skoða félögin,“ sagði Halldór. „Því miður er of mikill munur í kvennasportinu á milli félaga. Þetta er jafnara í karlasportinu,“ bætti Halldór. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24 Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24
Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00