Þetta var níunda vítaspyrnan sem Alfreð tekur fyrir Augsburg í þýsku deildinni og hann hefur skorað úr þeim öllum.
Bundesliga penalties taken
converted @A_Finnbogason remains ice cold from the spot pic.twitter.com/0KcbSzS1LB
— Bundesliga English (@Bundesliga_EN) November 3, 2019
Alfreð hefur alls skorað 34 deildarmörk fyrir Augsburg. Enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir Augsburg í efstu deild en íslenski landsliðsmaðurinn.
Á þessu tímabili hefur Alfreð leikið átta deildarleiki og skorað tvö mörk. Hitt markið hans kom gegn meisturum Bayern München. Hann jafnaði þá í 2-2 á lokamínútunni og tryggði Augsburg stig.
Augsburg er í 16. sæti deildarinnar með sjö stig. Liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum sínum.