Ísland skipar ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála Heimsljós kynnir 1. nóvember 2019 15:45 gunnisal Íslenskur ungmennafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála verður valinn í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa í málaflokknum en hann verður skipaður í eitt ár og kemur til með að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember í umboði íslenskra ungmenna. Landsamband ungmennafélaga (LUF) kallar á vef sínum eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðunni. Aðildarfélög sambandsins geta tilnefnt fulltrúa sem verður lýðræðislega kjörinn á fundi fulltrúaráðs LUF 4. nóvember næstkomandi. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfis- og auðlindaráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum. Sendinefndin verður því til að byrja með skipuð af ungmennafulltrúanum á sviði mannréttinda, sem skipaður var í sumar í samstarfi við utanríkisráðuneytið, og væntanlegum ungmennafulltrúa á sviði loftslagsmála. Sendinefndin verður síðan fullskipuð með fulltrúum sjálfbærrar þróunar og menntamála. Skipun ungmennafulltrúa Íslands á sviði mannréttinda, og þátttaka hans í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, gaf afskaplega góða raun, að mati Sigurðar Helga Birgissonar, verkefnastjóra hjá LUF. „Við mótun verkefnisins á Íslandi var litið til reynslu ríkja sem hafa skipað ungmennafulltrúa um áratugaskeið og byggt á þeirri þekkingu. Algengast er að val og skipun ungmennafulltrúa sé í höndum landssambands ungmennafélaga í hverju ríki og á vef LUF er að finna upplýsingar um umsóknarferlið, hæfniskröfur og framboðsfrest,“ segir hann. Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks. Gert ráð fyrir þátttöku ungmennafulltrúa á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna og því er markmið LUF að tryggja aðkomu íslenskra ungmenna að öllum stærstu viðburðum Sameinuðu þjóðanna á grundvelli lýðræðislegs umboðs ungs fólks, í samstarfi við viðeigandi ráðuneyti. Nánar á vef LUF.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.SÞ Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent
Íslenskur ungmennafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála verður valinn í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa í málaflokknum en hann verður skipaður í eitt ár og kemur til með að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember í umboði íslenskra ungmenna. Landsamband ungmennafélaga (LUF) kallar á vef sínum eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðunni. Aðildarfélög sambandsins geta tilnefnt fulltrúa sem verður lýðræðislega kjörinn á fundi fulltrúaráðs LUF 4. nóvember næstkomandi. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfis- og auðlindaráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum. Sendinefndin verður því til að byrja með skipuð af ungmennafulltrúanum á sviði mannréttinda, sem skipaður var í sumar í samstarfi við utanríkisráðuneytið, og væntanlegum ungmennafulltrúa á sviði loftslagsmála. Sendinefndin verður síðan fullskipuð með fulltrúum sjálfbærrar þróunar og menntamála. Skipun ungmennafulltrúa Íslands á sviði mannréttinda, og þátttaka hans í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, gaf afskaplega góða raun, að mati Sigurðar Helga Birgissonar, verkefnastjóra hjá LUF. „Við mótun verkefnisins á Íslandi var litið til reynslu ríkja sem hafa skipað ungmennafulltrúa um áratugaskeið og byggt á þeirri þekkingu. Algengast er að val og skipun ungmennafulltrúa sé í höndum landssambands ungmennafélaga í hverju ríki og á vef LUF er að finna upplýsingar um umsóknarferlið, hæfniskröfur og framboðsfrest,“ segir hann. Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks. Gert ráð fyrir þátttöku ungmennafulltrúa á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna og því er markmið LUF að tryggja aðkomu íslenskra ungmenna að öllum stærstu viðburðum Sameinuðu þjóðanna á grundvelli lýðræðislegs umboðs ungs fólks, í samstarfi við viðeigandi ráðuneyti. Nánar á vef LUF.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.SÞ
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent