Íslendingaliðið SönderjyskE vann sigur á Fredricia í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og er því í þriðja til fjórða sæti deildarinnar.
Mikið var skorað í fyrri hálfleik og voru heimamenn í Fredericia sterkari í fyrri hálfleiknum. Þeir leiddu með einu marki, 19-18, en í síðari hálfleik snérist þetta við og gestirnir gengu á lagið.
Lokatölur urðu þriggja marka sigur SönderjyskE, 38-35, en Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu. Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað.
Eins og fyrr segir er SönderjyskE jafnt Bjerringbro/Silkeborg í þriðja til fjórða sæti deildarinnar með fjórtán stig en Fredricia er í 11. sætinu með níu stig.
SønderjyskE heldur áfram að klífa upp töfluna
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti



Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti


Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti