Fyrrverandi markverði Hattar hrósað fyrir viðbrögð við hatursorðræðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2019 22:45 Ryan Allsop lék vel með Hetti sumarið 2012. vísir/getty Ryan Allsop, fyrrverandi markvörður Hattar, fékk hrós frá hinsegin samtökunum Stonewall á Englandi fyrir að greina frá hatursorðræðu í garð samkynhneigðra sem hann varð fyrir í leik Wycombe Wanderers og Tranmere Rovers í ensku C-deildinni í gær. Eftir leikinn sagði Allsop að hann og dómari leiksins, John Busby, hefðu orðið fyrir barðinu á níðsöngvum stuðningsmanna Tranmere. Stonewall-samtökin voru ánægð með viðbrögð Allsops og hrósuðu honum fyrir að tilkynna níðið. „Að tækla hatursorðræðu er hluti af því að láta hinsegin fólki líða vel í íþróttinni,“ sagði í yfirlýsingu frá Stonewall. „Rannsóknir okkar sýna að rúmlega helmingur bresku þjóðarinnar finnst mikilvægt að taka á hatursorðræðu í garð hinsegin fólks á íþróttaviðburðum.“ Einn maður var handtekinn í gær, grunaður um níðið, samkvæmt lögreglunni á Merseyside. Leið vel á EgilsstöðumAllsop lék með Hetti á Egilsstöðum fyrri hluta sumars 2012. Hann varði mark Hattar í átta leikjum í 1. deildinni og þremur í Borgunarbikarnum og stóð sig frábærlega. „Ef ég á að vera heiðarlegur vissi ég ekki mikið um hvert ég væri að fara þegar ég lagði af stað til Íslands. Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi og spila fótbolta. Þegar upp var staðið get ég ekki ímyndað mér að þetta gæti heppnast betur,“ sagði Allsop í samtali við Vísi eftir að hann lék sinn fyrsta leik fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í nóvember 2015. „Það skemmtilega við samfélagsmiðla er að ég get fylgst með vinum mínum á Íslandi. Ég verð ævinlega þakklátur öllum á Egilsstöðum fyrir gestrisnina. Ég get ekki talað nógu vel um fólkið þarna. Eysteinn Hauksson, þjálfarinn minn, var maður sem hjálpaði mér mikið. Ég á honum mikið að þakka fyrir að treysta mér og gefa mér þetta tækifæri.“ Allsop, sem er 27 ára, hefur farið víða á ferlinum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann leikið með Wycombe. Enski boltinn Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Frá Hetti í ensku úrvalsdeildina: „Verð Egilsstaðarbúum alltaf þakklátur“ Enski markvörðurinn Ryan Allsop spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Bournemouth í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton. Allsop spilaði fyrir þremur árum með Hetti á Egilsstöðum. 30. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Ryan Allsop, fyrrverandi markvörður Hattar, fékk hrós frá hinsegin samtökunum Stonewall á Englandi fyrir að greina frá hatursorðræðu í garð samkynhneigðra sem hann varð fyrir í leik Wycombe Wanderers og Tranmere Rovers í ensku C-deildinni í gær. Eftir leikinn sagði Allsop að hann og dómari leiksins, John Busby, hefðu orðið fyrir barðinu á níðsöngvum stuðningsmanna Tranmere. Stonewall-samtökin voru ánægð með viðbrögð Allsops og hrósuðu honum fyrir að tilkynna níðið. „Að tækla hatursorðræðu er hluti af því að láta hinsegin fólki líða vel í íþróttinni,“ sagði í yfirlýsingu frá Stonewall. „Rannsóknir okkar sýna að rúmlega helmingur bresku þjóðarinnar finnst mikilvægt að taka á hatursorðræðu í garð hinsegin fólks á íþróttaviðburðum.“ Einn maður var handtekinn í gær, grunaður um níðið, samkvæmt lögreglunni á Merseyside. Leið vel á EgilsstöðumAllsop lék með Hetti á Egilsstöðum fyrri hluta sumars 2012. Hann varði mark Hattar í átta leikjum í 1. deildinni og þremur í Borgunarbikarnum og stóð sig frábærlega. „Ef ég á að vera heiðarlegur vissi ég ekki mikið um hvert ég væri að fara þegar ég lagði af stað til Íslands. Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi og spila fótbolta. Þegar upp var staðið get ég ekki ímyndað mér að þetta gæti heppnast betur,“ sagði Allsop í samtali við Vísi eftir að hann lék sinn fyrsta leik fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í nóvember 2015. „Það skemmtilega við samfélagsmiðla er að ég get fylgst með vinum mínum á Íslandi. Ég verð ævinlega þakklátur öllum á Egilsstöðum fyrir gestrisnina. Ég get ekki talað nógu vel um fólkið þarna. Eysteinn Hauksson, þjálfarinn minn, var maður sem hjálpaði mér mikið. Ég á honum mikið að þakka fyrir að treysta mér og gefa mér þetta tækifæri.“ Allsop, sem er 27 ára, hefur farið víða á ferlinum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann leikið með Wycombe.
Enski boltinn Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Frá Hetti í ensku úrvalsdeildina: „Verð Egilsstaðarbúum alltaf þakklátur“ Enski markvörðurinn Ryan Allsop spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Bournemouth í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton. Allsop spilaði fyrir þremur árum með Hetti á Egilsstöðum. 30. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Sjá meira
Frá Hetti í ensku úrvalsdeildina: „Verð Egilsstaðarbúum alltaf þakklátur“ Enski markvörðurinn Ryan Allsop spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina fyrir Bournemouth í mögnuðu 3-3 jafntefli gegn Everton. Allsop spilaði fyrir þremur árum með Hetti á Egilsstöðum. 30. nóvember 2015 06:00