Hamren: Við verðum með okkar besta lið Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 12:00 Erik Hamren með Frey Alexanderssyni rétt fyrir leikinn á móti Tyrkjum. Getty/Salih Zeki Fazlioglu Erik Hamren veit ekki alveg við hverju hann á að búast þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2002. Ástæða er að nýr þjálfari Moldóva breytti miklu í sínum fyrsta leik og þar stóðu hans menn mjög vel og stríddu heimsmeisturum Frakka. „Ég hef talað við alla leikmenn sem voru að spila á móti Tyrkjum og þeir eru tilbúnir í leikinn og vilja enda undankeppnina vel sem er að vinna leikinn,“ sagði Erik Hamren. „Það var erfið áskorun fyrir okkur að mæta Tyrkjum og þetta verður líka erfiður leikur en á öðruvísi hátt. Ég býðst við því að við verðum mun meira með boltann en Moldóva. Við munu reyna að sækja meira en á móti Tyrklandi,“ sagði Erik „Þeir eru með nýjan þjálfara sem var að stýra þeim í fyrsta skiptið á móti Frökkum þar sem þeir spiluðu vel og voru nálægt því að ná í stig. Það var eftirtektarvert,“ sagði Erik „Við vitum ekki alveg hvernig hann mun spila en við höldum að hann eigi eftir að spila eins og á móti Frökkum. Þegar við mættum þeim í Reykjavík þá spiluðu þeir 4-4-2 /4-3-3 en á móti Frökkum voru þeir í leikkerfinu 5-3-2. Hann kom líka með fimm nýja leikmenn inn í liðið. Við verðum því að sjá til því erum ekki öruggir með hvernig þeir ætla að spila,“ sagði Erik en munu yngri og óreyndari menn liðsins fá tækifærið í kvöld. „Ég hef verið að hugsa um hvað sé best að gera. Þeir leikmenn sem hafa ekki spilað mikið eiga líka skilið að fá að spila því þeir hafa hjálpað liðinu mjög mikið þótt þeir hafa ekki verið mikið inn á vellinum,“ sagði Erik og bætti við: „Þetta er hins vegar keppnisleikur og við erum að berjast um stig og úrslitin hafa áhrif á stöðu liðsins á FIFA-listanum. Allt slíkt skiptir miklu máli eins og við sáum þegar við vorum í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Það er síðan líklegast að fara að skila okkur inn í umspilið. Styrkleikaröðunin skiptir miklu máli sem og að bera virðingu fyrir mótherjanum,“ sagði Erik. „Við ætlum að tefla fram okkar besta liði og bestu mönnunum í þetta verkefni. Það verða einhverjar breytingar og Alfreð er sem dæmi úr leik. Við verðum með okkar besta lið,“ sagði Erik Hamren. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira
Erik Hamren veit ekki alveg við hverju hann á að búast þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2002. Ástæða er að nýr þjálfari Moldóva breytti miklu í sínum fyrsta leik og þar stóðu hans menn mjög vel og stríddu heimsmeisturum Frakka. „Ég hef talað við alla leikmenn sem voru að spila á móti Tyrkjum og þeir eru tilbúnir í leikinn og vilja enda undankeppnina vel sem er að vinna leikinn,“ sagði Erik Hamren. „Það var erfið áskorun fyrir okkur að mæta Tyrkjum og þetta verður líka erfiður leikur en á öðruvísi hátt. Ég býðst við því að við verðum mun meira með boltann en Moldóva. Við munu reyna að sækja meira en á móti Tyrklandi,“ sagði Erik „Þeir eru með nýjan þjálfara sem var að stýra þeim í fyrsta skiptið á móti Frökkum þar sem þeir spiluðu vel og voru nálægt því að ná í stig. Það var eftirtektarvert,“ sagði Erik „Við vitum ekki alveg hvernig hann mun spila en við höldum að hann eigi eftir að spila eins og á móti Frökkum. Þegar við mættum þeim í Reykjavík þá spiluðu þeir 4-4-2 /4-3-3 en á móti Frökkum voru þeir í leikkerfinu 5-3-2. Hann kom líka með fimm nýja leikmenn inn í liðið. Við verðum því að sjá til því erum ekki öruggir með hvernig þeir ætla að spila,“ sagði Erik en munu yngri og óreyndari menn liðsins fá tækifærið í kvöld. „Ég hef verið að hugsa um hvað sé best að gera. Þeir leikmenn sem hafa ekki spilað mikið eiga líka skilið að fá að spila því þeir hafa hjálpað liðinu mjög mikið þótt þeir hafa ekki verið mikið inn á vellinum,“ sagði Erik og bætti við: „Þetta er hins vegar keppnisleikur og við erum að berjast um stig og úrslitin hafa áhrif á stöðu liðsins á FIFA-listanum. Allt slíkt skiptir miklu máli eins og við sáum þegar við vorum í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Það er síðan líklegast að fara að skila okkur inn í umspilið. Styrkleikaröðunin skiptir miklu máli sem og að bera virðingu fyrir mótherjanum,“ sagði Erik. „Við ætlum að tefla fram okkar besta liði og bestu mönnunum í þetta verkefni. Það verða einhverjar breytingar og Alfreð er sem dæmi úr leik. Við verðum með okkar besta lið,“ sagði Erik Hamren. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira