Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 19:26 Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenksa landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. Ísland gerði 0-0 jafntefli við Tyrki, en þurfti að vinna til þess að eiga möguleika á að fara upp úr riðlinum. „Frammistaðan var góð og ég er stoltur af leikmönnunum. Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Hamrén við Óskar Ófeig Jónsson úti í Tyrklandi í leikslok. „Þeir reyndu allt sem þeir gátu, við lokuðum vel á þá og vorum nálægt því að skora í lokin.“ „Það verður áhugavert að skoða upptöku af leiknum því mér fannst Jón Daði eiga að fá víti undir lokin en ég þarf að sjá þetta aftur.“ Hvað var það sem vantaði upp á að mati Hamrén, var það bara smá heppni? „Við vorum að spila við mjög gott lið, þeir hafa sýnt það alla undankeppnina. En þú þarft á heppni að halda.“ „Við áttum okkar tækifæri og með heppni hefðum við skorað. En við reyndum allt sem við gátum og þú getur ekki gert betur en það.“ Hamrén byrjaði með þrjá framherja í liðinu, þá Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson frammi og Jón Daða Böðvarsson úti á kantinum. „Ég vildi hafa jafnvægi í liðinu og sækja þegar við vorum með boltann. Þess vegna var Jón Daði á kantinum, við reyndum að nota hlaupin hans en því miður þá komu meiðsli snemma í leiknum og þá þurftum við að breyta,“ sagði Hamrén en Alfreð fór meiddur af velli eftir rúmlega tuttugu mínútur. „Í lok leiksins þá gátum við ekki breytt of snemma því við opnuðum okkur og þeir fengu hálffæri. Ef þú gerir það of snemma þá getum við fengið skyndisókn á okkur. Það sást í lokin þegar þeir fengu hálffæri því við vorum með allt liðið uppi. Mér fannst við gera þetta rétt,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenksa landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. Ísland gerði 0-0 jafntefli við Tyrki, en þurfti að vinna til þess að eiga möguleika á að fara upp úr riðlinum. „Frammistaðan var góð og ég er stoltur af leikmönnunum. Við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Hamrén við Óskar Ófeig Jónsson úti í Tyrklandi í leikslok. „Þeir reyndu allt sem þeir gátu, við lokuðum vel á þá og vorum nálægt því að skora í lokin.“ „Það verður áhugavert að skoða upptöku af leiknum því mér fannst Jón Daði eiga að fá víti undir lokin en ég þarf að sjá þetta aftur.“ Hvað var það sem vantaði upp á að mati Hamrén, var það bara smá heppni? „Við vorum að spila við mjög gott lið, þeir hafa sýnt það alla undankeppnina. En þú þarft á heppni að halda.“ „Við áttum okkar tækifæri og með heppni hefðum við skorað. En við reyndum allt sem við gátum og þú getur ekki gert betur en það.“ Hamrén byrjaði með þrjá framherja í liðinu, þá Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson frammi og Jón Daða Böðvarsson úti á kantinum. „Ég vildi hafa jafnvægi í liðinu og sækja þegar við vorum með boltann. Þess vegna var Jón Daði á kantinum, við reyndum að nota hlaupin hans en því miður þá komu meiðsli snemma í leiknum og þá þurftum við að breyta,“ sagði Hamrén en Alfreð fór meiddur af velli eftir rúmlega tuttugu mínútur. „Í lok leiksins þá gátum við ekki breytt of snemma því við opnuðum okkur og þeir fengu hálffæri. Ef þú gerir það of snemma þá getum við fengið skyndisókn á okkur. Það sást í lokin þegar þeir fengu hálffæri því við vorum með allt liðið uppi. Mér fannst við gera þetta rétt,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05
Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45