Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Íþróttadeild skrifar 14. nóvember 2019 19:05 Kári og Ragnar höfðu góðar gætur á Burak Yilmaz, framherja Tyrkja. vísir/getty Ísland og Tyrkland gerðu markalaust jafntefli á Türk Telekom vellinum í Istanbúl í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland á því ekki lengur möguleika á að enda í öðru af tveimur efstu sætum H-riðils. Íslenska liðið á samt enn möguleika á að komast á EM í gegnum umspil á næsta ári. Hörður Björgvin Magnússon komst næst því að skora fyrir Ísland undir lok leiks en Merih Demiral bjargaði á línu frá honum. Tyrkir voru annars meira með boltann og stjórnuðu ferðinni. Boltinn fór tvisvar í slá íslenska marksins og Burak Yilmaz skallaði yfir úr dauðafæri í fyrri hálfleik. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson stóðu upp úr í íslenska liðinu sem mætir Moldóvu í lokaleik sínum í undankeppninni á sunnudaginn. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Tyrkir áttu nokkur hættulítil skot sem Hannes varði örugglega. Greip vel inn í.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Sinnti varnarskyldunum að mestu vel en skilaði boltanum ekki nógu vel frá sér. Fékk fínt færi í uppbótartíma en skaut í varnarmann.Kári Árnason, miðvörður 7 Öruggur í hjarta íslensku varnarinnar. Bjargaði frábærlega í upphafi seinni hálfleiks þegar hann skallaði aukaspyrnu Hakans Çalhanoglu frá.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Grjótharður í vörninni og lét finna vel fyrir sér. Öruggur og ákveðinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Nokkuð öruggur í vörninni, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hefur oft tekið meiri þátt í sókninni.Jón Daði Böðvarsson, hægri kantmaður 5 Átti nokkra ágæta spretti en hefur oft leikið betur og verið beittari. Vinnusamur að vanda. Byrjaði á hægri kantinum en færði sig í fremstu víglínu eftir að Alfreð Finnbogason meiddist.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Náði ekki sömu hæðum og gegn Frakklandi í síðasta mánuði en var mjög traustur, vinnusamur og hjálpaði vörninni mikið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Hefur oft leikið betur. Komst lítið í takt við leikinn. Betri í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem hann komst ekkert í boltann. Lagði besta færi Íslands upp fyrir Hörð Björgvin.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Vinnusamur en skapaði litla hættu í sókninni. Stöðvaði skyndisókn Tyrkja með frábærri tæklingu í upphafi seinni hálfleiks. Meiddist og fór af velli eftir rúmlega klukkutíma.Alfreð Finnbogason, framherji 5 Meiddist illa eftir rúmlega 20 mínútur og fór úr axlarlið. Hafði ekki náð að setja mark sitt á leikinn fram að því.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann fullt af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Vantaði stuðning og þjónustu. Sýndi aðdáunarverðan dugnað.Varamenn:Arnór Sigurðsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð á 24. mínútu) Komst ekki í neinn takt við leikinn og var lítið í boltanum. Komst í ágætis skotfæri í seinni hálfleik en setti boltann í varnarmann.Hörður Björgvin Magnússon - 6 (Kom inn fyrir Arnór Ingva á 63. mínútu) Fékk besta færi Íslands þegar Demiral bjargaði á línu frá honum. Sterkur í loftinu.Mikael Anderson - (Kom inn fyrir Ara Frey á 85. mínútu) Kom inn af krafti í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Lék of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Ísland og Tyrkland gerðu markalaust jafntefli á Türk Telekom vellinum í Istanbúl í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland á því ekki lengur möguleika á að enda í öðru af tveimur efstu sætum H-riðils. Íslenska liðið á samt enn möguleika á að komast á EM í gegnum umspil á næsta ári. Hörður Björgvin Magnússon komst næst því að skora fyrir Ísland undir lok leiks en Merih Demiral bjargaði á línu frá honum. Tyrkir voru annars meira með boltann og stjórnuðu ferðinni. Boltinn fór tvisvar í slá íslenska marksins og Burak Yilmaz skallaði yfir úr dauðafæri í fyrri hálfleik. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson stóðu upp úr í íslenska liðinu sem mætir Moldóvu í lokaleik sínum í undankeppninni á sunnudaginn. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Tyrkir áttu nokkur hættulítil skot sem Hannes varði örugglega. Greip vel inn í.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Sinnti varnarskyldunum að mestu vel en skilaði boltanum ekki nógu vel frá sér. Fékk fínt færi í uppbótartíma en skaut í varnarmann.Kári Árnason, miðvörður 7 Öruggur í hjarta íslensku varnarinnar. Bjargaði frábærlega í upphafi seinni hálfleiks þegar hann skallaði aukaspyrnu Hakans Çalhanoglu frá.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Grjótharður í vörninni og lét finna vel fyrir sér. Öruggur og ákveðinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Nokkuð öruggur í vörninni, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hefur oft tekið meiri þátt í sókninni.Jón Daði Böðvarsson, hægri kantmaður 5 Átti nokkra ágæta spretti en hefur oft leikið betur og verið beittari. Vinnusamur að vanda. Byrjaði á hægri kantinum en færði sig í fremstu víglínu eftir að Alfreð Finnbogason meiddist.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Náði ekki sömu hæðum og gegn Frakklandi í síðasta mánuði en var mjög traustur, vinnusamur og hjálpaði vörninni mikið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Hefur oft leikið betur. Komst lítið í takt við leikinn. Betri í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem hann komst ekkert í boltann. Lagði besta færi Íslands upp fyrir Hörð Björgvin.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Vinnusamur en skapaði litla hættu í sókninni. Stöðvaði skyndisókn Tyrkja með frábærri tæklingu í upphafi seinni hálfleiks. Meiddist og fór af velli eftir rúmlega klukkutíma.Alfreð Finnbogason, framherji 5 Meiddist illa eftir rúmlega 20 mínútur og fór úr axlarlið. Hafði ekki náð að setja mark sitt á leikinn fram að því.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann fullt af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Vantaði stuðning og þjónustu. Sýndi aðdáunarverðan dugnað.Varamenn:Arnór Sigurðsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð á 24. mínútu) Komst ekki í neinn takt við leikinn og var lítið í boltanum. Komst í ágætis skotfæri í seinni hálfleik en setti boltann í varnarmann.Hörður Björgvin Magnússon - 6 (Kom inn fyrir Arnór Ingva á 63. mínútu) Fékk besta færi Íslands þegar Demiral bjargaði á línu frá honum. Sterkur í loftinu.Mikael Anderson - (Kom inn fyrir Ara Frey á 85. mínútu) Kom inn af krafti í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Lék of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45