Gylfi vill sjá nýja menn nýta tækifærið sem þeir fá gegn Tyrkjum Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson er með fyrirliðabandið í forföllum Arons Einars Gunnarssonar. Getty/Anthony Dibon Íslenska karlalandsliðið verður án tveggja lykilmanna í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum annað kvöld en eins og allir vita þá eru þeir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson báðir frá vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson leggur áherslu á það að þeir leikmenn sem kom inn í liðið fyrir þá Aron Einar og Jóhann Berg þurfi að líta á þetta sem frábært tækifæri til að sýna sig og sanna. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þá að sýna að þeir eigi skilið sitt sæti í liðinu. Þetta er frábær leikur að koma inn því það er mikil stemmning og mikil læti á vellinum. Það er bara jákvætt fyrir þá að fá tækifæri núna og vonandi að þeir nýti sér það,“ sagði Gylfi. Íslenska liðið fékk minni tíma til að undirbúa sig en áður en Gylfi hefur ekki áhyggjur af því. „Flestir af okkur hafa verið saman í mörg mörg ár. Þótt við spilum á fimmtudegi eða föstudegi þá skiptir það litlu máli. Við erum ekki að breyta neinu þannig séð því þetta eru sömu hlutir og við höfum gert, síðustu fimm, sex, sjö ár. Ég held að það hafi engin áhrif á okkur,“ sagði Gylfi. Það leynir sér samt ekki að mikilvægi þeirra Arons Einars og Jóhanns Berg er mikið. Íslenska liðið hefur nefnilega unnið alla þrjá leiki sína í þessari undankeppni þar sem þeir hafa báðir verið með.Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem Aron Einar og Jóhann Berg hafa báðir byrjað: 2-0 sigur á Andorra (úti) 1-0 sigur á Albaníu (heima) 2-1 sigur á Tyrklandi (heima)Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem það hefur vantað annan eða báða: 4-0 tap fyrir Frakklandi (úti) 3-0 sigur á Moldóvu (heima) 4-2 tap fyrir Albaníu (úti) 1-0 tap fyrir Frakklandi (heima) 2-0 sigur á Andorra (heima) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið verður án tveggja lykilmanna í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum annað kvöld en eins og allir vita þá eru þeir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson báðir frá vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson leggur áherslu á það að þeir leikmenn sem kom inn í liðið fyrir þá Aron Einar og Jóhann Berg þurfi að líta á þetta sem frábært tækifæri til að sýna sig og sanna. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þá að sýna að þeir eigi skilið sitt sæti í liðinu. Þetta er frábær leikur að koma inn því það er mikil stemmning og mikil læti á vellinum. Það er bara jákvætt fyrir þá að fá tækifæri núna og vonandi að þeir nýti sér það,“ sagði Gylfi. Íslenska liðið fékk minni tíma til að undirbúa sig en áður en Gylfi hefur ekki áhyggjur af því. „Flestir af okkur hafa verið saman í mörg mörg ár. Þótt við spilum á fimmtudegi eða föstudegi þá skiptir það litlu máli. Við erum ekki að breyta neinu þannig séð því þetta eru sömu hlutir og við höfum gert, síðustu fimm, sex, sjö ár. Ég held að það hafi engin áhrif á okkur,“ sagði Gylfi. Það leynir sér samt ekki að mikilvægi þeirra Arons Einars og Jóhanns Berg er mikið. Íslenska liðið hefur nefnilega unnið alla þrjá leiki sína í þessari undankeppni þar sem þeir hafa báðir verið með.Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem Aron Einar og Jóhann Berg hafa báðir byrjað: 2-0 sigur á Andorra (úti) 1-0 sigur á Albaníu (heima) 2-1 sigur á Tyrklandi (heima)Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem það hefur vantað annan eða báða: 4-0 tap fyrir Frakklandi (úti) 3-0 sigur á Moldóvu (heima) 4-2 tap fyrir Albaníu (úti) 1-0 tap fyrir Frakklandi (heima) 2-0 sigur á Andorra (heima)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira