Íslensku strákarnir þurfa að gera það tvisvar sem hefur aldrei gerst áður Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 11:30 Ragnar Sigurðsson er eini leikmaður íslenska liðsins í dag sem hefur skorað í keppnisleik í nóvember. Getty/Stuart Franklin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið mótsleik í nóvember en þarf að vinna tvo slíka á næstu dögum ætli liðið sér að komast áfram á EM upp úr H-riðli undankeppni EM 2020. Aðeins sigrar á Tyrklandi og Moldóvu duga íslensku strákunum en að auki þurfa þeir að treysta á það að Tyrkir misstígi sig á móti Andorra. Íslensku landsliðsmennirnir þurfa nú að endurskrifa sögu landsliðsins og gera það tvisvar sem hefur aldrei gerst áður. Íslenska landsliðið hefur alls leikið ellefu keppnisleiki í næstsíðasta mánuði ársins og níu þeirra hafa tapast. Leikirnir sem Ísland hefur fengið eitthvað út úr voru tveir jafnteflisleikir, annar á móti Írlandi árið 1996 og hinn var fyrri umspilsleikurinn á móti Króatíu en það er líka eini heimaleikur Íslands í nóvember. Ísland hefur tapað fjórum síðustu keppnisleikjum sínum í nóvember en sá síðasti var 2-0 tap á móti Belgíu fyrir rétt tæpu ári síðan. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fyrir Ísland í keppnisleik í nóvember en þeir eru Pétur Pétursson á móti Wales árið 1984, Eyjólfur Sverrisson á móti Frökkum árið 1991 og Ragnar Sigurðsson á móti Tékkum árið 2014. Markatalan er 17 mörk í mínus eða 3-20.Keppnisleikir Íslands í nóvembermánuði 2-1 tap fyrir Wales 1984 (Undk. HM 1986) 3-1 tap fyrir Frakklandi 1991 (Undk. EM 1992) 1-0 tap fyrir Sviss 1994 (Undk. EM 1996)' 1-0 tap fyrir Ungverjalandi 1995 (Undk. EM 1996) 0-0 jafntefli við Írland 1996 (Undk. HM 1998) 3-0 tap fyrir Danmörku 2007 (Undnk. EM 2008) 0-0 jafntefli við Króatíu 2013 (Umspil HM 2014) 2-0 tap fyrir Króatíu 2013 (Umspil HM 2014) 2-1 tap fyrir Tékklandi 2014 (Undk. EM 2016) 2-0 tap fyrir Króatíu 2016 (Undk. HM 2018) 2-0 tap fyrir Belgíu 2018 (Þjóðadeildin 2018-19)Samtals: 0 sigrar, 2 jafntefli og 9 töp í 11 leikjum Markatala: -17 (3-20) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið mótsleik í nóvember en þarf að vinna tvo slíka á næstu dögum ætli liðið sér að komast áfram á EM upp úr H-riðli undankeppni EM 2020. Aðeins sigrar á Tyrklandi og Moldóvu duga íslensku strákunum en að auki þurfa þeir að treysta á það að Tyrkir misstígi sig á móti Andorra. Íslensku landsliðsmennirnir þurfa nú að endurskrifa sögu landsliðsins og gera það tvisvar sem hefur aldrei gerst áður. Íslenska landsliðið hefur alls leikið ellefu keppnisleiki í næstsíðasta mánuði ársins og níu þeirra hafa tapast. Leikirnir sem Ísland hefur fengið eitthvað út úr voru tveir jafnteflisleikir, annar á móti Írlandi árið 1996 og hinn var fyrri umspilsleikurinn á móti Króatíu en það er líka eini heimaleikur Íslands í nóvember. Ísland hefur tapað fjórum síðustu keppnisleikjum sínum í nóvember en sá síðasti var 2-0 tap á móti Belgíu fyrir rétt tæpu ári síðan. Aðeins þrír leikmenn hafa skorað fyrir Ísland í keppnisleik í nóvember en þeir eru Pétur Pétursson á móti Wales árið 1984, Eyjólfur Sverrisson á móti Frökkum árið 1991 og Ragnar Sigurðsson á móti Tékkum árið 2014. Markatalan er 17 mörk í mínus eða 3-20.Keppnisleikir Íslands í nóvembermánuði 2-1 tap fyrir Wales 1984 (Undk. HM 1986) 3-1 tap fyrir Frakklandi 1991 (Undk. EM 1992) 1-0 tap fyrir Sviss 1994 (Undk. EM 1996)' 1-0 tap fyrir Ungverjalandi 1995 (Undk. EM 1996) 0-0 jafntefli við Írland 1996 (Undk. HM 1998) 3-0 tap fyrir Danmörku 2007 (Undnk. EM 2008) 0-0 jafntefli við Króatíu 2013 (Umspil HM 2014) 2-0 tap fyrir Króatíu 2013 (Umspil HM 2014) 2-1 tap fyrir Tékklandi 2014 (Undk. EM 2016) 2-0 tap fyrir Króatíu 2016 (Undk. HM 2018) 2-0 tap fyrir Belgíu 2018 (Þjóðadeildin 2018-19)Samtals: 0 sigrar, 2 jafntefli og 9 töp í 11 leikjum Markatala: -17 (3-20)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira