Birkir: Mér finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 13:30 Birkir Bjarnason í leik á móti Frökkum í París. Getty/Jeroen Meuwsen Birkir Bjarnason er spenntur fyrir því að spila í hávaðanum í Türk Telekom Arena í Istanbul í kvöld. Hann er einn af mörgum leikmönnum íslenska liðsins sem líta á það sem jákvæða upplifun að takast á við æsta og blóðheita stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins. „Við erum búnir að spila þarna tvisvar áður, það er í Tyrklandi, og það hefur alltaf verið mjög mikill hávaði en það er mjög gaman að spila svona leiki. Ég held að flest allir hlakki til. Mér persónulega finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki en aðra. Ég held líka að flestir séu á þeirri skoðun,“ sagði Birkir Bjarnason. Ísland hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á móti Tyrkjum undanfarin ár eða á þeim tíma sem þessi gullkynslóð hefur spilað saman í landsliðinu. Af hverju gengur svona vel á móti Tyrkjum? „Það er erfitt að segja. Við þekkjum þá mjög vel og það hentar þeim ekki vel hvernig við spilum. Ef við náðum að gera það sama og spila okkar leik þá held ég að möguleikarnir séu góðir,“ sagði Birkir en hvað með möguleikana á að fara áfram? „Það þarf rosalega mikið að gerast. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo getur allt gerst ef Tyrkland fer á gervigrasið í Andorra því þá getur margt gerst. Við förum í þann leik og ætlum og þurfum að vinna þennan leik. Ég held að flestir í liðinu séu mjög tilbúnir í þetta og við erum bara bjartsýnir,“ sagði Birkir. Birkir Bjarnason fær væntanlega það hlutverk að spila inn á miðjunni í stöðu Arons Einars Gunnarssonar. „Ég hef spilað þessa stöðu oft áður og spila hana með félagsliði. Við sjáum bara til hvar ég spila en ég spila bara þar sem er þörf fyrir mig,“ sagði Birkir. Hann kvartar ekki yfir litlum tíma sem landsliðið fékk fyrir þennan mikilvæga leik við Tyrki. „Við erum búnir að hafa tíu ár saman og ég held að undirbúningur upp á einn plús eða einn mínus dag skipti voðalega litlu máli fyrir okkur. Við þekkjum hvern annan inn og út og vitum alveg hvað þarf til að vinna svona leiki sem við höfum gert oft áður. Ég held að það ætti ekkert að trufla okkur,“ sagði Birkir. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Birkir Bjarnason er spenntur fyrir því að spila í hávaðanum í Türk Telekom Arena í Istanbul í kvöld. Hann er einn af mörgum leikmönnum íslenska liðsins sem líta á það sem jákvæða upplifun að takast á við æsta og blóðheita stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins. „Við erum búnir að spila þarna tvisvar áður, það er í Tyrklandi, og það hefur alltaf verið mjög mikill hávaði en það er mjög gaman að spila svona leiki. Ég held að flest allir hlakki til. Mér persónulega finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki en aðra. Ég held líka að flestir séu á þeirri skoðun,“ sagði Birkir Bjarnason. Ísland hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á móti Tyrkjum undanfarin ár eða á þeim tíma sem þessi gullkynslóð hefur spilað saman í landsliðinu. Af hverju gengur svona vel á móti Tyrkjum? „Það er erfitt að segja. Við þekkjum þá mjög vel og það hentar þeim ekki vel hvernig við spilum. Ef við náðum að gera það sama og spila okkar leik þá held ég að möguleikarnir séu góðir,“ sagði Birkir en hvað með möguleikana á að fara áfram? „Það þarf rosalega mikið að gerast. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo getur allt gerst ef Tyrkland fer á gervigrasið í Andorra því þá getur margt gerst. Við förum í þann leik og ætlum og þurfum að vinna þennan leik. Ég held að flestir í liðinu séu mjög tilbúnir í þetta og við erum bara bjartsýnir,“ sagði Birkir. Birkir Bjarnason fær væntanlega það hlutverk að spila inn á miðjunni í stöðu Arons Einars Gunnarssonar. „Ég hef spilað þessa stöðu oft áður og spila hana með félagsliði. Við sjáum bara til hvar ég spila en ég spila bara þar sem er þörf fyrir mig,“ sagði Birkir. Hann kvartar ekki yfir litlum tíma sem landsliðið fékk fyrir þennan mikilvæga leik við Tyrki. „Við erum búnir að hafa tíu ár saman og ég held að undirbúningur upp á einn plús eða einn mínus dag skipti voðalega litlu máli fyrir okkur. Við þekkjum hvern annan inn og út og vitum alveg hvað þarf til að vinna svona leiki sem við höfum gert oft áður. Ég held að það ætti ekkert að trufla okkur,“ sagði Birkir.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira