After 19 years as a professional, I have decided to retire from playing football at the end of this season. Thank you to all the teams, coaches and teammates that have allowed me to enjoy this dreamed career. Thank you to my family, that has always been there to support me. pic.twitter.com/E82vb3tNwT
— David Villa (@Guaje7Villa) November 13, 2019
Villa varð Evrópumeistari með Spáni 2008 og heimsmeistari tveimur árum síðar. Hann varð markakóngur á EM 2008 og þriðji markahæstur á HM 2010.
Eftir fimm ár í herbúðum Valencia gekk Villa í raðir Barcelona 2010. Hann varð þrisvar sinnum Spánarmeistari, einu sinni bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með Barcelona. Hann skoraði í sigri Barcelona á Manchester United, 3-1, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2011.
Villa varð einnig Spánarmeistari með Atlético Madrid og bikarmeistari með Real Zaragoza og Valencia.
David Villa retires with quite a trophy cabinet:
La Liga
Copa del Rey
Champions League
Euro 2008
World Cup 2010 pic.twitter.com/Uep3nTNr6j
— Goal (@goal) November 13, 2019
Árið 2014 fór Villa til Bandaríkjanna og lék með New York City í fjögur ár. Hann samdi svo við Vissel Kobe í Japan í lok síðasta árs.
Villa, sem verður 38 ára 1. desember, hefur alls skorað 376 mörk í 752 leikjum með félagsliðum á ferlinum.