„Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. nóvember 2019 11:00 Spekingarnir fara yfir málin í gær. vísir/skjáskot FH-ingar sóttu ekki gull í greipar Norðanmanna en Fimleikafélagið tapaði fyrir KA á útivelli í Olís-deild karla á sunnudaginn, 31-27. Það er fróðlegt að kíkja á leik liðanna frá því á síðustu leiktíð en nákvæmlega sama var uppi á teningnum þar. Dagur Gautason í banastuði og KA hafði betur. Seinni bylgjan gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og spekingarnir voru ekki sammála um hvað hafði farið úrskeiðis hjá FH. „Eins og í þessum leik þá var eins og þeir væru ekki tilbúnir en FH-ingum til varnar þá eru búið að vera gríðarleg meiðsli. Það eru margir mjög tæpir,“ sagði Logi Geirsson, annar spekingurinn. „Einar Rafn er búinn að vera mjög tæpur og er að spila 70%. Það vantar ógn og hann er búinn að vera einn sá besti síðustu árin. Það er ekki sjón að sjá hann. Það sjá það allir.“ „Bjarni Ófeigur er búinn að vera meiddur, Egill var að detta út og Arnar alltaf í þessum ökklameiðslum. Phil Döhler er einnig búinn að vera meiddur. Við vitum ekki alltaf hvað er búið að vera gerast bakvið tjöldin.“ „Sigursteinn er ekkert að koma í viðtöl og afsaka neitt en ég veit að þetta er svipað með FH og með Val í upphafi leiktíðarinnar. Það eru meiðsli og verið að púsla liðinu saman. Ég reikna með þeim sterkari.“ Jóhann Gunnar Einarsson var ekki sammála félaga sínum í settinu og sagði að flest öll liðin væru að glíma við meiðsli. Frammistaða FH hafi heilt yfir verið vonbrigði. „Þeir spiluðu á móti HK og Fjölni, nýliðunum, og voru heppnir að vinna þá leiki. Það sem þú segir er rétt og gilt og allt það en það vantaði Tarik, Áka og Daða í KA. Það eru allir þannig séð að glíma við þetta,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH. Þetta er í öllum liðum en það sem við vitum ekki þegar lið er ekki að performa betur, er að menn eru að spila hálfmeiddir,“ bætti Logi við. Innslagið má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Sjúkrasaga FH Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
FH-ingar sóttu ekki gull í greipar Norðanmanna en Fimleikafélagið tapaði fyrir KA á útivelli í Olís-deild karla á sunnudaginn, 31-27. Það er fróðlegt að kíkja á leik liðanna frá því á síðustu leiktíð en nákvæmlega sama var uppi á teningnum þar. Dagur Gautason í banastuði og KA hafði betur. Seinni bylgjan gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og spekingarnir voru ekki sammála um hvað hafði farið úrskeiðis hjá FH. „Eins og í þessum leik þá var eins og þeir væru ekki tilbúnir en FH-ingum til varnar þá eru búið að vera gríðarleg meiðsli. Það eru margir mjög tæpir,“ sagði Logi Geirsson, annar spekingurinn. „Einar Rafn er búinn að vera mjög tæpur og er að spila 70%. Það vantar ógn og hann er búinn að vera einn sá besti síðustu árin. Það er ekki sjón að sjá hann. Það sjá það allir.“ „Bjarni Ófeigur er búinn að vera meiddur, Egill var að detta út og Arnar alltaf í þessum ökklameiðslum. Phil Döhler er einnig búinn að vera meiddur. Við vitum ekki alltaf hvað er búið að vera gerast bakvið tjöldin.“ „Sigursteinn er ekkert að koma í viðtöl og afsaka neitt en ég veit að þetta er svipað með FH og með Val í upphafi leiktíðarinnar. Það eru meiðsli og verið að púsla liðinu saman. Ég reikna með þeim sterkari.“ Jóhann Gunnar Einarsson var ekki sammála félaga sínum í settinu og sagði að flest öll liðin væru að glíma við meiðsli. Frammistaða FH hafi heilt yfir verið vonbrigði. „Þeir spiluðu á móti HK og Fjölni, nýliðunum, og voru heppnir að vinna þá leiki. Það sem þú segir er rétt og gilt og allt það en það vantaði Tarik, Áka og Daða í KA. Það eru allir þannig séð að glíma við þetta,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég er ekki að búa til neinar afsakanir fyrir FH. Þetta er í öllum liðum en það sem við vitum ekki þegar lið er ekki að performa betur, er að menn eru að spila hálfmeiddir,“ bætti Logi við. Innslagið má sjá hér að neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Sjúkrasaga FH
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira