Alfreð: Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin síðustu ár Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 09:30 Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Bayern München á dögunum. Getty/TF-Images Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. „Ég ætla ekki að neita því að það var mjög sérstakt að skora á móti Bayern sérstaklega af því að við erum litla liðið í Bæjaralandi. Það var því mjög sérstakt fyrir Augsburg og fyrir bæjarbúa að ná í stig á móti þeim. Fyrir okkar stöðu í deildinni þá var það líka risapunktur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Augsburg er núna í fimmtánda sæti deildarinnar, síðasta örugga sætinu, eftir ellefu umferðir en liðið hefur náð í fjögur af tíu stigum sínum í síðustu tveimur umferðum. Borussia Mönchengladbach er óvænt á toppi deildarinnar og nú með fjögurra stiga forystu. Bayern München er í hópi þriggja liða sem koma næst en hin eru Leipzig og Freiburg. Það eru síðan bara tvö stig niður í sjötta og sjöunda sætið þar sem sitja Dortmund og Schalke. „Þetta er orðið jafnara. Toppliðin eru að hiksta og það eru fleiri lið í toppbaráttu eins og Mönchengladbach, Leipzig og Freiburg sem eru að halda í við Dortmund og Bayern. Dortmund og Bayern eru ekki búin að vera eins sannfærandi og búist er við af þeim,“ sagði Alfreð. „Þetta er mjög gott fyrir þýsku deildina. Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin hefur verið síðustu ár. Það eru eitt eða tvö lið að stinga af. Þetta hefur mjög jákvæð áhrif og heldur toppliðunum á tánum. Þetta breytist alltaf frá ári til árs en á endanum held ég að Bayern vinni þetta,“ sagði Alfreð. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. „Ég ætla ekki að neita því að það var mjög sérstakt að skora á móti Bayern sérstaklega af því að við erum litla liðið í Bæjaralandi. Það var því mjög sérstakt fyrir Augsburg og fyrir bæjarbúa að ná í stig á móti þeim. Fyrir okkar stöðu í deildinni þá var það líka risapunktur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Augsburg er núna í fimmtánda sæti deildarinnar, síðasta örugga sætinu, eftir ellefu umferðir en liðið hefur náð í fjögur af tíu stigum sínum í síðustu tveimur umferðum. Borussia Mönchengladbach er óvænt á toppi deildarinnar og nú með fjögurra stiga forystu. Bayern München er í hópi þriggja liða sem koma næst en hin eru Leipzig og Freiburg. Það eru síðan bara tvö stig niður í sjötta og sjöunda sætið þar sem sitja Dortmund og Schalke. „Þetta er orðið jafnara. Toppliðin eru að hiksta og það eru fleiri lið í toppbaráttu eins og Mönchengladbach, Leipzig og Freiburg sem eru að halda í við Dortmund og Bayern. Dortmund og Bayern eru ekki búin að vera eins sannfærandi og búist er við af þeim,“ sagði Alfreð. „Þetta er mjög gott fyrir þýsku deildina. Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin hefur verið síðustu ár. Það eru eitt eða tvö lið að stinga af. Þetta hefur mjög jákvæð áhrif og heldur toppliðunum á tánum. Þetta breytist alltaf frá ári til árs en á endanum held ég að Bayern vinni þetta,“ sagði Alfreð.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira