Ragnar Sigurðsson: Tyrkirnir eru ekkert að spá í mér Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 18:00 Ragnar Sigurðsson fagnar öðru marki sínu á móti Tyrklandi á Laugardalsvellinum. Getty/Oliver Hardt Ragnar Sigurðsson telur ekki að Tyrkir horfi sérstaklega til þess að stoppa hann í leiknum í Istanbul á fimmtudagskvöldið. Ragnar, sem er eins og allir vita miðvörður í íslenska landsliðinu, skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Tyrkjum í fyrri leiknum. Íslenska landsliðið verður að vinna leikinn ætli það sér að komast upp úr riðlinum og beint á EM 2020. „Þetta verður að sjálfsögðu erfiður leikur. Tyrkirnir eru sterkir núna og við erum náttúrulega að spila á útivelli núna þannig að þetta verður erfitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska landsliðsins. Ragnar hefur ekki áhyggjur af hávaðanum á vellinum. „Ég held að þetta hafi jafnmikil áhrif á bæði lið þannig að þetta verður allt í lagi,“ sagði Ragnar. Mörkin hans á móti Tyrkjum í komu bæði eftir föst leikatriði og færðu íslenska liðinu gríðarlega mikilvæg stig. Án þeirra væru vonin úti hjá íslenska liðinu sem er nú fjórum stigum á eftir Tyrkjum. „Þetta var góður leikur og það var gaman að skora tvö mörk því það er ekki oft sem það gerist. Jú, maður tekur það bara með sér,“ sagði Ragnar sem hefur skorað 40 prósent landsliðsmarka sinna í umræddum leik, eða tvö af fimm. „Nei ég held að þeir séu ekkert að spá í mér,“ sagði Ragnar Sigurðsson aðspurður um hvort að Tyrkirnir muni passa hann sérstaklega í leiknum á fimmtudagskvöldið. En hvert verður uppleggið? „Við reynum að sækja og skora mörk en við þurfum að verjast þá gerum við það,“ sagði Ragnar í mjög almennu svari. Hann vildi ekki fara nánar í plönin. Ragnar er ánægður með tímabilið sitt með F.C. Rostov þar sem hann er nú fyrirliði. „Það bjóst enginn við þessu af okkur í Rostov. Við erum í toppbaráttu og persónulega hefur mér bara gengið vel. Þannig að það er allt í góðu hérna,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með allt annað og betra lið en fyrir nokkrum árum og sýndu það með því að ná í fjögur stig á móti Frökkum. Hvað hefur breyst? „Eru þeir ekki komnir með nýja leikmenn og nýjan þjálfara. Ég veit ekki hvað hefur breyst hjá þeim því ég er ekkert að spá í Tyrkjum,“ sagði Ragnar. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Sjá meira
Ragnar Sigurðsson telur ekki að Tyrkir horfi sérstaklega til þess að stoppa hann í leiknum í Istanbul á fimmtudagskvöldið. Ragnar, sem er eins og allir vita miðvörður í íslenska landsliðinu, skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Tyrkjum í fyrri leiknum. Íslenska landsliðið verður að vinna leikinn ætli það sér að komast upp úr riðlinum og beint á EM 2020. „Þetta verður að sjálfsögðu erfiður leikur. Tyrkirnir eru sterkir núna og við erum náttúrulega að spila á útivelli núna þannig að þetta verður erfitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska landsliðsins. Ragnar hefur ekki áhyggjur af hávaðanum á vellinum. „Ég held að þetta hafi jafnmikil áhrif á bæði lið þannig að þetta verður allt í lagi,“ sagði Ragnar. Mörkin hans á móti Tyrkjum í komu bæði eftir föst leikatriði og færðu íslenska liðinu gríðarlega mikilvæg stig. Án þeirra væru vonin úti hjá íslenska liðinu sem er nú fjórum stigum á eftir Tyrkjum. „Þetta var góður leikur og það var gaman að skora tvö mörk því það er ekki oft sem það gerist. Jú, maður tekur það bara með sér,“ sagði Ragnar sem hefur skorað 40 prósent landsliðsmarka sinna í umræddum leik, eða tvö af fimm. „Nei ég held að þeir séu ekkert að spá í mér,“ sagði Ragnar Sigurðsson aðspurður um hvort að Tyrkirnir muni passa hann sérstaklega í leiknum á fimmtudagskvöldið. En hvert verður uppleggið? „Við reynum að sækja og skora mörk en við þurfum að verjast þá gerum við það,“ sagði Ragnar í mjög almennu svari. Hann vildi ekki fara nánar í plönin. Ragnar er ánægður með tímabilið sitt með F.C. Rostov þar sem hann er nú fyrirliði. „Það bjóst enginn við þessu af okkur í Rostov. Við erum í toppbaráttu og persónulega hefur mér bara gengið vel. Þannig að það er allt í góðu hérna,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með allt annað og betra lið en fyrir nokkrum árum og sýndu það með því að ná í fjögur stig á móti Frökkum. Hvað hefur breyst? „Eru þeir ekki komnir með nýja leikmenn og nýjan þjálfara. Ég veit ekki hvað hefur breyst hjá þeim því ég er ekkert að spá í Tyrkjum,“ sagði Ragnar.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Sjá meira