Íslandspóstur tilbúinn með lausn fyrir dreifingu á áfengi Þorsteinn Friðriksson skrifar 29. nóvember 2019 06:15 Birgir Jónsson leiðir þessa dagana miklar breytingar á rekstri Íslandspósts. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Viðskipti Íslandspóstur er tilbúinn með örugga lausn fyrir dreifingu á áfengi ef lagaramminn utan um netverslun með áfengi breytist á næsta ári. Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við fréttum af áformunum fórum við af stað og teiknuðum upp lausn. Í henni felst að við getum dreift áfengi í gegnum dreifikerfið okkar með skjótum hætti, séð til þess að viðtakandinn sé sá sami og pantaði, og gengið úr skugga um að hann sé yfir aldurstakmarkinu,“ segir Birgir sem tók við sem forstjóri Íslandspósts í byrjun sumars. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári sem heimilar kaup á áfengi í netverslunum hér á landi án aðkomu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki einungis heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum og þarf þá að greiða virðisaukaskatt og áfengisgjald. „Við erum tilbúin að ríða á vaðið ef lögin breytast. Það er mikil gróska hér innanhúss og starfsmenn eru að hugsa í lausnum,“ segir Birgir. Eins og greint var frá í Markaðinum í vikunni er árangurinn af hagræðingu Íslandspósts að koma í ljós. Útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Birgir segir að viðsnúningi hafi verið náð á sama tíma og þjónusta við viðskiptavini hafi verið stóraukin. Íslandspóstur hefur til að mynda þróað ýmsar nýjungar í þjónustu við netverslanir og býður nú upp á heimsendingu samdægurs. Þá hefur verið þróuð lausn til að dreifa matvörum úr verslunum innan nokkurra klukkustunda. „Það sem við gerðum var að við settumst niður og fórum að hlusta. Við erum búin að vera í miklu samtali við netverslanir og viðskiptavini þeirra á síðustu mánuðum. Það var haldinn góður fundur með um 70 eigendum netverslana og einnig höfum við fylgst með umræðum um þjónustu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Út úr þessu gátum við greint hvaða þjónustuþætti þyrfti að bæta og með hvaða hætti.“ Íslandspóstur mun setja upp nærri 50 ný póstbox um allt land og hefst uppsetning næsta vor. Þá geta viðskiptavinir valið mun fleiri þjónustustaði en verið hefur. Eins og staðan er í dag er Pósturinn ekki með nein póstbox á landsbyggðinni. Mikil áhersla verður lögð á sjálfsafgreiðslu. „Lykillinn að þessu eru stafrænar lausnir en allar fjárfestingar okkar á næsta ári munu snúast um stafræna þjónustu og þróun,“ segir Birgir. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Viðskipti Íslandspóstur er tilbúinn með örugga lausn fyrir dreifingu á áfengi ef lagaramminn utan um netverslun með áfengi breytist á næsta ári. Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, í samtali við Fréttablaðið. „Þegar við fréttum af áformunum fórum við af stað og teiknuðum upp lausn. Í henni felst að við getum dreift áfengi í gegnum dreifikerfið okkar með skjótum hætti, séð til þess að viðtakandinn sé sá sami og pantaði, og gengið úr skugga um að hann sé yfir aldurstakmarkinu,“ segir Birgir sem tók við sem forstjóri Íslandspósts í byrjun sumars. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarp fyrir Alþingi í mars á næsta ári sem heimilar kaup á áfengi í netverslunum hér á landi án aðkomu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki einungis heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum og þarf þá að greiða virðisaukaskatt og áfengisgjald. „Við erum tilbúin að ríða á vaðið ef lögin breytast. Það er mikil gróska hér innanhúss og starfsmenn eru að hugsa í lausnum,“ segir Birgir. Eins og greint var frá í Markaðinum í vikunni er árangurinn af hagræðingu Íslandspósts að koma í ljós. Útlit er fyrir að afkoman verði við núllið á næsta ári eftir stanslaust tap um margra ára skeið. Birgir segir að viðsnúningi hafi verið náð á sama tíma og þjónusta við viðskiptavini hafi verið stóraukin. Íslandspóstur hefur til að mynda þróað ýmsar nýjungar í þjónustu við netverslanir og býður nú upp á heimsendingu samdægurs. Þá hefur verið þróuð lausn til að dreifa matvörum úr verslunum innan nokkurra klukkustunda. „Það sem við gerðum var að við settumst niður og fórum að hlusta. Við erum búin að vera í miklu samtali við netverslanir og viðskiptavini þeirra á síðustu mánuðum. Það var haldinn góður fundur með um 70 eigendum netverslana og einnig höfum við fylgst með umræðum um þjónustu fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Út úr þessu gátum við greint hvaða þjónustuþætti þyrfti að bæta og með hvaða hætti.“ Íslandspóstur mun setja upp nærri 50 ný póstbox um allt land og hefst uppsetning næsta vor. Þá geta viðskiptavinir valið mun fleiri þjónustustaði en verið hefur. Eins og staðan er í dag er Pósturinn ekki með nein póstbox á landsbyggðinni. Mikil áhersla verður lögð á sjálfsafgreiðslu. „Lykillinn að þessu eru stafrænar lausnir en allar fjárfestingar okkar á næsta ári munu snúast um stafræna þjónustu og þróun,“ segir Birgir.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira