Búa sig undir fjölgun kínverskra ferðamanna með fræðslufundi Björn Þorfinnsson skrifar 29. nóvember 2019 08:30 Kínverskir ferðamenn eyða mest allra þeirra sem sækja Ísland heim. Vísir/Valli Að mörgu þarf að huga við móttöku kínverskra ferðamanna því að menningarmunurinn getur verið mikill. Af því tilefni mun Íslandsstofa standa fyrir fræðslufundi þann 22. janúar í samvinnu við Ferðamálastofu, kínverska sendiráðið, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustu og Íslenska-kínverska verslunarráðið. Kínverskum ferðamönnum fjölgar sífellt á Íslandi. Þannig hafa tæplega 100 þúsund Kínverjar heimsótt landið undanfarna tólf mánuði sem er aukning um 14 prósent. Að öllum líkindum munu þessar tölur hækka á næstunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni mun kínverska flugfélagið Juneyao Air hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og fleiri þarlend flugfélög eru með Ísland í skoðun sem áfangastað. Fljótlega á næsta ári verða svo kínverskir raunveruleikaþættir, þar sem Ísland er í stóru hlutverki, sýndir sem verður mikil landkynning. Að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar, verkefnastjóra hjá Íslandsstofu, er áðurnefndur fræðslufundur löngu tímabær. „Megináhersla fundarins verður sú að kynna fyrir framvarðarsveit íslenskrar ferðaþjónustu, til dæmis starfsfólki í móttöku gististaða, rútubílstjórum og leiðsögufólki, ýmis atriði sem geta bætt upplifun kínverskra ferðamanna. Það er talsverður menningarmunur milli þeirra og vestrænna ferðamanna og mikilvægt að upplýsa starfsfólk um þankagang þessara ferðamanna. Það gerir reynslu allra betri,“ segir Þorleifur. Hann nefnir sem dæmi það sem slegið er hér upp í fyrirsögn. Kínverskir ferðamenn vilja gott aðgengi að heitu vatni því það kjósa þeir helst að drekka, heilsunnar vegna. Undirbúningur fyrir fjölgun kínverskra ferðamanna er líka í gangi hjá Isavia. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, hefur fyrirtækið á síðustu misserum lagt áherslu á að ná til kínverskra farþega. „Þannig er þegar hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu á Keflavíkurflugvelli með Alipay og WeChat Pay sem eru meðal vinsælustu greiðslulausna í Kína. Þá er Keflavíkurflugvöllur á WeChat og DianPing sem eru mikið notaðir samfélagsmiðlar í Kína,“ segir Guðjón. Þar finni kínverskir ferðalangar helstu þjónustuupplýsingar fyrir Keflavíkurflugvöll. Hann segir einnig að Isavia muni halda áfram að þróa þjónustu fyrir Kínverja í samstarfi við sendiráð landsins. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Að mörgu þarf að huga við móttöku kínverskra ferðamanna því að menningarmunurinn getur verið mikill. Af því tilefni mun Íslandsstofa standa fyrir fræðslufundi þann 22. janúar í samvinnu við Ferðamálastofu, kínverska sendiráðið, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustu og Íslenska-kínverska verslunarráðið. Kínverskum ferðamönnum fjölgar sífellt á Íslandi. Þannig hafa tæplega 100 þúsund Kínverjar heimsótt landið undanfarna tólf mánuði sem er aukning um 14 prósent. Að öllum líkindum munu þessar tölur hækka á næstunni. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni mun kínverska flugfélagið Juneyao Air hefja áætlunarflug til Íslands tvisvar í viku næsta vor og fleiri þarlend flugfélög eru með Ísland í skoðun sem áfangastað. Fljótlega á næsta ári verða svo kínverskir raunveruleikaþættir, þar sem Ísland er í stóru hlutverki, sýndir sem verður mikil landkynning. Að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar, verkefnastjóra hjá Íslandsstofu, er áðurnefndur fræðslufundur löngu tímabær. „Megináhersla fundarins verður sú að kynna fyrir framvarðarsveit íslenskrar ferðaþjónustu, til dæmis starfsfólki í móttöku gististaða, rútubílstjórum og leiðsögufólki, ýmis atriði sem geta bætt upplifun kínverskra ferðamanna. Það er talsverður menningarmunur milli þeirra og vestrænna ferðamanna og mikilvægt að upplýsa starfsfólk um þankagang þessara ferðamanna. Það gerir reynslu allra betri,“ segir Þorleifur. Hann nefnir sem dæmi það sem slegið er hér upp í fyrirsögn. Kínverskir ferðamenn vilja gott aðgengi að heitu vatni því það kjósa þeir helst að drekka, heilsunnar vegna. Undirbúningur fyrir fjölgun kínverskra ferðamanna er líka í gangi hjá Isavia. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, hefur fyrirtækið á síðustu misserum lagt áherslu á að ná til kínverskra farþega. „Þannig er þegar hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu á Keflavíkurflugvelli með Alipay og WeChat Pay sem eru meðal vinsælustu greiðslulausna í Kína. Þá er Keflavíkurflugvöllur á WeChat og DianPing sem eru mikið notaðir samfélagsmiðlar í Kína,“ segir Guðjón. Þar finni kínverskir ferðalangar helstu þjónustuupplýsingar fyrir Keflavíkurflugvöll. Hann segir einnig að Isavia muni halda áfram að þróa þjónustu fyrir Kínverja í samstarfi við sendiráð landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira