Mikið hefur verið rætt um framtíð Gunnars, en hann missti sæti sitt í byrjunarliði FH síðasta sumar eftir að hann meiddist. Daði Freyr Arnarson tók við af Gunnari í meiðslunum og stóð sig svo vel í markinu að færeyski landsliðsmarkvörðurinn þurfti að sitja á bekknum.
Gunnar skrifaði undir samning við FH sem gildir til 2021. Hann hefur verið hjá FH síðustu ár en spilaði áður með Stjörnunni árið 2015.
FH varð í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar í haust, Gunnar spilaði þrjá af deildarleikjum FH á síðasta tímabili.