Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 17:00 Sadio Mane og Virgil Van Dijk fagna marki. Getty/Laurence Griffiths/ Evrópumeistar Liverpool eru í snúinni stöðu eftir 1-1 jafntefli við Napolí í gærkvöldi í Meistaradeildinni. Arnar Björnsson fór yfir leik Liverpool og ítalska félagsins á Anfield. Liverpool gat tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri en þarf nú að fara í leik upp á líf eða dauða í lokaumferðinni eftir þetta 1-1 jafntefli við Napoli. Napolí náði forystunni um miðjan fyrri hálfleikinn, Giovanni Di Lorenzo sendi boltann fram völlinn og Dries Mertens slapp í gegn og skoraði framhjá Allison í marki Liverpool. Liverpool sótti stíft, átti 14 marktilraunir gegn fjórum hjá Napoli. Roberto Firmino var nálægt því að jafna metin þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik en Kalidou Koulibaly bjargaði á marklínu. Firmino fékk annað tækifæri 5 mínútum síðar, skallaði sendingu Alex Oxlade-Chamberlain framhjá. Napolí hélt áfram að verjast en á 65. mínútu tók James Milner hornspyrnu, boltinn sveif á kollinn á Dejan Lovren og Króatinn skoraði 1. mark sitt á leiktíðinni. Þetta var 11. stoðsending Milners í meistaradeildinni á þremur síðustu leiktíðum, enginn hefur gert betur í keppninni en baráttujaxlinn Milner. 1-1 urðu úrslitin og fyrir lokaumferðina er Liverpool í 1. sæti með 10 stig, Napolí 9 og Salzburg 7. Liðin þrjú berjast um tvö efstu sætin í E-riðli. Í lokaumferðinni 10. desember spilar Napoli á heimavelli við Genk sem hefur aðeins náð í eitt stig úr leikjunum fimm. Salzburg vann Genk 4-1 í Belgíu, þar skoraði Norðmaðurinn Erling Braut Haaland síðasta markið og varð fyrsti táningurinn sem skorar í fimm fyrstu umferðum riðlakeppninnar. Markið í gærkvöldi var hans áttunda í meistaradeildinni. Liverpool vann leik liðanna á Anfield 4-3 í byrjun október. Liverpool komst í 3-0 í þeim leik en Salzburg jafnaði en Mohamed Salah skoraði sigurmarkið. Liverpool dugar jafntefli en mörkin þrjú sem Salzburg skoraði á Anfield gætu reynst austurríska liðinu dýrmæt. Salzburg gæti skotið Evrópumeistarana út úr keppni. Til að svo verði þarf Salzburg fá á sig færri en þrjú mörk, gangi það eftir verða liðin jöfn að stigum en Salzburg myndi þá komast í 16-liða úrslit á markamun. Gera má ráð fyrir því að Napoli vinni Genk í Napolí. Belgarnir hafa fengið á sig 16 mörk í leikjunum fimm. Arnar Björnsson fer yfir leikinn hér fyrir neðan og þar má sjá viðtal við Jürgen Klopp.Klippa: Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Sjá meira
Evrópumeistar Liverpool eru í snúinni stöðu eftir 1-1 jafntefli við Napolí í gærkvöldi í Meistaradeildinni. Arnar Björnsson fór yfir leik Liverpool og ítalska félagsins á Anfield. Liverpool gat tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri en þarf nú að fara í leik upp á líf eða dauða í lokaumferðinni eftir þetta 1-1 jafntefli við Napoli. Napolí náði forystunni um miðjan fyrri hálfleikinn, Giovanni Di Lorenzo sendi boltann fram völlinn og Dries Mertens slapp í gegn og skoraði framhjá Allison í marki Liverpool. Liverpool sótti stíft, átti 14 marktilraunir gegn fjórum hjá Napoli. Roberto Firmino var nálægt því að jafna metin þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik en Kalidou Koulibaly bjargaði á marklínu. Firmino fékk annað tækifæri 5 mínútum síðar, skallaði sendingu Alex Oxlade-Chamberlain framhjá. Napolí hélt áfram að verjast en á 65. mínútu tók James Milner hornspyrnu, boltinn sveif á kollinn á Dejan Lovren og Króatinn skoraði 1. mark sitt á leiktíðinni. Þetta var 11. stoðsending Milners í meistaradeildinni á þremur síðustu leiktíðum, enginn hefur gert betur í keppninni en baráttujaxlinn Milner. 1-1 urðu úrslitin og fyrir lokaumferðina er Liverpool í 1. sæti með 10 stig, Napolí 9 og Salzburg 7. Liðin þrjú berjast um tvö efstu sætin í E-riðli. Í lokaumferðinni 10. desember spilar Napoli á heimavelli við Genk sem hefur aðeins náð í eitt stig úr leikjunum fimm. Salzburg vann Genk 4-1 í Belgíu, þar skoraði Norðmaðurinn Erling Braut Haaland síðasta markið og varð fyrsti táningurinn sem skorar í fimm fyrstu umferðum riðlakeppninnar. Markið í gærkvöldi var hans áttunda í meistaradeildinni. Liverpool vann leik liðanna á Anfield 4-3 í byrjun október. Liverpool komst í 3-0 í þeim leik en Salzburg jafnaði en Mohamed Salah skoraði sigurmarkið. Liverpool dugar jafntefli en mörkin þrjú sem Salzburg skoraði á Anfield gætu reynst austurríska liðinu dýrmæt. Salzburg gæti skotið Evrópumeistarana út úr keppni. Til að svo verði þarf Salzburg fá á sig færri en þrjú mörk, gangi það eftir verða liðin jöfn að stigum en Salzburg myndi þá komast í 16-liða úrslit á markamun. Gera má ráð fyrir því að Napoli vinni Genk í Napolí. Belgarnir hafa fengið á sig 16 mörk í leikjunum fimm. Arnar Björnsson fer yfir leikinn hér fyrir neðan og þar má sjá viðtal við Jürgen Klopp.Klippa: Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Sjá meira