Baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. nóvember 2019 08:00 Auður er dyggur stuðningsmaður UN Women á Íslandi. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm Ljósaganga UN Women fer fram í dag en gangan er 25. nóvember ár hvert á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Að sögn Mörtu Goðadóttur, herferða- og kynningarstýru UN Women, markar gangan upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women og fjöldi annarra félagasamtaka eru í forsvari fyrir. „Þetta 16 daga átak hefst á þessum baráttudegi og endar 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Þetta er sem sagt mjög táknrænn, sterkur og fallegur viðburður,“ segir Marta í samtali við Fréttablaðið en gangan hefst klukkan 17.00 við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.Appelsínugul Harpa Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum og mun Drífa Snædal, forseti Alþýþusambands Íslands, leiða gönguna og halda barátturæðu. „Okkur fannst kjörið að beina sjónum að þessum hóp núna og vekja athygli á hlutverki kvenna sem leiða þessa baráttu,“ segir Marta. „Við löbbum niður Arnarhól og Lækjargötu og endum á Bríetartorgi þar sem kór Kársnesskóla mun syngja nokkur lög og ungmennaráðið okkar afhendir kakó,“ segir Marta og bætir við að í tilefni dagsins verði Harpa lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Þá verður einnig viðburður seinna í kvöld í Hannesarholti þar sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, kemur fram. „Hann er mjög velviljaður UN Women, hefur starfað hjá okkur og styrkt starf okkar áður. Hann hafði samband við UN Women og vildi endilega halda styrktartónleika fyrir UN Women,“ segir Marta en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. „Við erum náttúrulega í skýjunum með það og stuðning Auðuns þannig að það er okkur mikill heiður að hann skuli halda tónleika til styrktar verkefnum UN Women,“ segir Marta en einungis örfáir miðar eru eftir. Tekið er við frjálsum framlögum og hægt er að velja sér miðaverð, að minnsta kosti fimm þúsund og í mesta lagi tíu þúsund. „Þetta er algjörlega einstakt, þar sem þetta fer fram í Hannesarholti og þetta verður sitjandi. Það er náttúrulega gríðarlega fallegur hljómburður í Hannesarholti og sérhannaður salur upp á hljómgæðin að gera,“ segir Marta en auk Auðuns mun Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari leika á Steinway-flygilinn sem er í Hannesarholti, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir spilar á slagverk og Matthildur Hafliðadóttir sér um meðsöng og bakraddir. „Við hvetjum öll til að mæta og sýna stuðning,“ segir Marta að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Ljósaganga UN Women fer fram í dag en gangan er 25. nóvember ár hvert á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Að sögn Mörtu Goðadóttur, herferða- og kynningarstýru UN Women, markar gangan upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women og fjöldi annarra félagasamtaka eru í forsvari fyrir. „Þetta 16 daga átak hefst á þessum baráttudegi og endar 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Þetta er sem sagt mjög táknrænn, sterkur og fallegur viðburður,“ segir Marta í samtali við Fréttablaðið en gangan hefst klukkan 17.00 við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.Appelsínugul Harpa Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum og mun Drífa Snædal, forseti Alþýþusambands Íslands, leiða gönguna og halda barátturæðu. „Okkur fannst kjörið að beina sjónum að þessum hóp núna og vekja athygli á hlutverki kvenna sem leiða þessa baráttu,“ segir Marta. „Við löbbum niður Arnarhól og Lækjargötu og endum á Bríetartorgi þar sem kór Kársnesskóla mun syngja nokkur lög og ungmennaráðið okkar afhendir kakó,“ segir Marta og bætir við að í tilefni dagsins verði Harpa lýst upp í appelsínugulum lit, sem er táknrænn litur fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Þá verður einnig viðburður seinna í kvöld í Hannesarholti þar sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, kemur fram. „Hann er mjög velviljaður UN Women, hefur starfað hjá okkur og styrkt starf okkar áður. Hann hafði samband við UN Women og vildi endilega halda styrktartónleika fyrir UN Women,“ segir Marta en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. „Við erum náttúrulega í skýjunum með það og stuðning Auðuns þannig að það er okkur mikill heiður að hann skuli halda tónleika til styrktar verkefnum UN Women,“ segir Marta en einungis örfáir miðar eru eftir. Tekið er við frjálsum framlögum og hægt er að velja sér miðaverð, að minnsta kosti fimm þúsund og í mesta lagi tíu þúsund. „Þetta er algjörlega einstakt, þar sem þetta fer fram í Hannesarholti og þetta verður sitjandi. Það er náttúrulega gríðarlega fallegur hljómburður í Hannesarholti og sérhannaður salur upp á hljómgæðin að gera,“ segir Marta en auk Auðuns mun Magnús Jóhann Ragnarsson píanóleikari leika á Steinway-flygilinn sem er í Hannesarholti, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir spilar á slagverk og Matthildur Hafliðadóttir sér um meðsöng og bakraddir. „Við hvetjum öll til að mæta og sýna stuðning,“ segir Marta að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira