Heyrði óm af verkinu þegar þau hringdu í mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 09:00 Íslenskir strengir og Söngsveitin Ægisif flytja hátíðlega tónlist í Kristskirkju, Landakoti, í kvöld. Fréttablaðið/Ernir Íslenskir strengir og söngsveitin Ægisif halda tónleika í Kristskirkju í kvöld. Þar hljómar í fyrsta sinn nýtt kórverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Laudem Domini. „Trúarlega texta hef ég samið við áður og það er sérstaklega gaman að semja verk til flutnings í Kristskirkju, Landakoti, ekki síst fyrir hljómburðinn sem er þar mjög fallegur. Svo er kirkjan mikilvægur helgidómur sem viss dulúð fylgir þar sem hún stendur á túninu og veitir bæði ljós og skugga,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og kveðst hlakka til að heyra eigið kórverk flutt þar í kvöld. „Frumkvæðið að verkinu kom frá þeim sem halda tónleikana, Söngsveitinni Ægisif og Íslenskum strengjum. Þau höfðu samband um mitt sumar og það fylgir því svo mikil merking að halda tónleika á þessum stað að mér fannst erindi þeirra strax spennandi. Um leið og þau hringdu í mig heyrði ég einhvern óm af verkinu. Það var ekki flóknara en svo.““Markmiðið er að reyna að ná arkitektúrnum og músíkinni í eitt,” segir Hjálmar.Fréttablaðið/HannaHjálmar kveðst hafa velt fyrir sér hvort ævafornir Biblíutextar á íslensku eða latínu ættu erindi við okkur í dag. „Ég er einn af þeim sem vita aldrei hvort þeir eru trúaðir eða ekki, þannig að ég er alltaf að spyrja. Leitaði til Kristjáns Vals Ingólfssonar vígslubiskups, við settumst niður og ræddum brýnustu mál samtímans, endurnýjun lífsins, réttlæti og frið og hvað Biblían kynni að hafa til málanna að leggja í þessum efnum. Ég vissi að þegar verkið yrði flutt væri aðventan á næsta leiti og jólin í framhaldinu. Þá er heimsbyggðin, að minnsta kosti hinn kristni hluti hennar, að fagna fæðingu lítils barns sem mér finnst alveg töfrandi fallegt í sjálfu sér. Því kom upp í huga minn texti sem ég þekkti sem heitir á latínu Magnum Mysterium, hann hefur lifað gegnum aldirnar og fjallar um fæðinguna. Það sem er merkilegast við hann er tvennt, það er að María er þess verðug að fæða barnið og svo hitt að það eru bara dýr sem eru viðstödd. Fæðingin er endurnýjun lífsins og allt lífríkið er kallað til vitnis um það, en ekki endilega maðurinn. Nú óttumst við að lífríkið endurnýi sig ekki og fólk veltir fyrir sér hvort það eigi að eignast börn, af því horfurnar séu svo dökkar. En það eru ákveðin fyrirheit í Biblíunni um fæðingu barnsins sem muni færa heiminum frið, úlfurinn og lambið geti búið saman og naðran og barnið. Þá muni allir hlutir verða góðir og réttlætið ríkja, öll hin ólíku öfl geti fallið saman og lifað í sátt í náttúrunni. Allt tengist það endurnýjun og hringrás lífsins. Á öðrum stað í Biblíunni er líka talað um uppskeruna, ávextina, frjóið í jörðinni. Þarna liggja gamlir textar í undirmeðvitund kynslóðanna sem bera í sér bæði von og lausnir. Ég er að vinna með þá í þessu nýja verki, Laudem Domini, í því er ákveðin framvinda. Flytjendur eru strengir, kór og einsöngvari sem er eins konar sögumaður.“ Hjálmar segir verkið reyna bæði á kórinn og strengina en það sé hátíðlegt og líka djúpt tilfinningalega. „Ég er að vissu leyti að vinna út frá hefðinni en vonandi með mitt eigið persónulega tónmál. Svo er ég að spila á kringumstæðurnar í kirkjunni, markmiðið er að reyna að ná arkitektúrnum og músíkinni í eitt. Ég hef samið fyrir leikhús og það er ákveðin reynsla sem ég færi inn í þetta verk. Reyni að búa til eitthvað sem fólk getur tengt við og skapa jafnvægi milli þess sem er forvitnilegt og er þekkt. Ég heyrði það strax hjá kórnum að þetta smaug inn í hann.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld. Það er Hreiðar Ingi Þorsteinsson sem stjórnar söngsveitinni Ægisif og Ólöf Sigursveinsdóttir heldur um tónsprotann hjá Íslenskum strengjum. Auk verka Hjálmars verður þar flutt strengjaverkið Musica Adventus eftir eitt fremsta tónskáld Lettlands, Peteris Vasks. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Íslenskir strengir og söngsveitin Ægisif halda tónleika í Kristskirkju í kvöld. Þar hljómar í fyrsta sinn nýtt kórverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Laudem Domini. „Trúarlega texta hef ég samið við áður og það er sérstaklega gaman að semja verk til flutnings í Kristskirkju, Landakoti, ekki síst fyrir hljómburðinn sem er þar mjög fallegur. Svo er kirkjan mikilvægur helgidómur sem viss dulúð fylgir þar sem hún stendur á túninu og veitir bæði ljós og skugga,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og kveðst hlakka til að heyra eigið kórverk flutt þar í kvöld. „Frumkvæðið að verkinu kom frá þeim sem halda tónleikana, Söngsveitinni Ægisif og Íslenskum strengjum. Þau höfðu samband um mitt sumar og það fylgir því svo mikil merking að halda tónleika á þessum stað að mér fannst erindi þeirra strax spennandi. Um leið og þau hringdu í mig heyrði ég einhvern óm af verkinu. Það var ekki flóknara en svo.““Markmiðið er að reyna að ná arkitektúrnum og músíkinni í eitt,” segir Hjálmar.Fréttablaðið/HannaHjálmar kveðst hafa velt fyrir sér hvort ævafornir Biblíutextar á íslensku eða latínu ættu erindi við okkur í dag. „Ég er einn af þeim sem vita aldrei hvort þeir eru trúaðir eða ekki, þannig að ég er alltaf að spyrja. Leitaði til Kristjáns Vals Ingólfssonar vígslubiskups, við settumst niður og ræddum brýnustu mál samtímans, endurnýjun lífsins, réttlæti og frið og hvað Biblían kynni að hafa til málanna að leggja í þessum efnum. Ég vissi að þegar verkið yrði flutt væri aðventan á næsta leiti og jólin í framhaldinu. Þá er heimsbyggðin, að minnsta kosti hinn kristni hluti hennar, að fagna fæðingu lítils barns sem mér finnst alveg töfrandi fallegt í sjálfu sér. Því kom upp í huga minn texti sem ég þekkti sem heitir á latínu Magnum Mysterium, hann hefur lifað gegnum aldirnar og fjallar um fæðinguna. Það sem er merkilegast við hann er tvennt, það er að María er þess verðug að fæða barnið og svo hitt að það eru bara dýr sem eru viðstödd. Fæðingin er endurnýjun lífsins og allt lífríkið er kallað til vitnis um það, en ekki endilega maðurinn. Nú óttumst við að lífríkið endurnýi sig ekki og fólk veltir fyrir sér hvort það eigi að eignast börn, af því horfurnar séu svo dökkar. En það eru ákveðin fyrirheit í Biblíunni um fæðingu barnsins sem muni færa heiminum frið, úlfurinn og lambið geti búið saman og naðran og barnið. Þá muni allir hlutir verða góðir og réttlætið ríkja, öll hin ólíku öfl geti fallið saman og lifað í sátt í náttúrunni. Allt tengist það endurnýjun og hringrás lífsins. Á öðrum stað í Biblíunni er líka talað um uppskeruna, ávextina, frjóið í jörðinni. Þarna liggja gamlir textar í undirmeðvitund kynslóðanna sem bera í sér bæði von og lausnir. Ég er að vinna með þá í þessu nýja verki, Laudem Domini, í því er ákveðin framvinda. Flytjendur eru strengir, kór og einsöngvari sem er eins konar sögumaður.“ Hjálmar segir verkið reyna bæði á kórinn og strengina en það sé hátíðlegt og líka djúpt tilfinningalega. „Ég er að vissu leyti að vinna út frá hefðinni en vonandi með mitt eigið persónulega tónmál. Svo er ég að spila á kringumstæðurnar í kirkjunni, markmiðið er að reyna að ná arkitektúrnum og músíkinni í eitt. Ég hef samið fyrir leikhús og það er ákveðin reynsla sem ég færi inn í þetta verk. Reyni að búa til eitthvað sem fólk getur tengt við og skapa jafnvægi milli þess sem er forvitnilegt og er þekkt. Ég heyrði það strax hjá kórnum að þetta smaug inn í hann.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld. Það er Hreiðar Ingi Þorsteinsson sem stjórnar söngsveitinni Ægisif og Ólöf Sigursveinsdóttir heldur um tónsprotann hjá Íslenskum strengjum. Auk verka Hjálmars verður þar flutt strengjaverkið Musica Adventus eftir eitt fremsta tónskáld Lettlands, Peteris Vasks.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira